Erlent

Gíslatökunni á Kýpur lokið og flugræninginn handtekinn

Atli Ísleifsson skrifar
Alls voru 55 farþegar um borð í vélinni, MS181, auk áhafnar.
Alls voru 55 farþegar um borð í vélinni, MS181, auk áhafnar. Vísir/AFP
Lögregla hefur handtekið mann sem hélt fjölda fólks í gíslingu um borð í vél EgyptAir á Larnica-flugvelli á Kýpur í morgun.

Vélin, sem er af gerðinni Airbus A320, var á leiðinni frá Alexandríu til Kaíró þegar maður sem kvaðst vera klæddur sprengjubelti hótaði að sprengja hana í loft upp.

Alls voru 55 farþegar um borð í vélinni, MS181, auk áhafnar.

Flestum var sleppt fljótlega eftir að vélinni var lent. Maðurinn hélt þó áfram sjö manns í gíslingu en gíslatökunni lauk skömmu fyrir hádegi að íslenskum tíma.

Ibrahim Mahlab, forsætisráðherra Egyptalands, segir flugræningjann, sem er egypskur, hafi meðal annars krafist þess að ræða við fulltrúa ESB og að honum yrði flogið á aðra flugvelli.

In footage from Larnaca Airport, Cyprus, somebody climbs out of the #EgyptAir cockpit window

Posted by Sky News on Tuesday, 29 March 2016

Tengdar fréttir

Egypskri farþegavél rænt

Farþegaþota frá Egypska félaginu EgyptAir, er nú í höndum flugræningja. Vélin var á leið frá Alexandríu til Kaíró með um áttatíu farþega innanborðs þegar að minnsta kosti einn flugræningi tók vélina yfir. Hann virðist hafa verið með sprengjubelti um sig miðjan. Vélinni var síðan lent á Larnaca flugvelli á Kýpur á sjöunda tímanum í morgun. Svo virðist sem konum og börnum hafi nú verið leyft að yfirgefa vélina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×