Erlent

Þinghúsi Bandaríkjanna lokað eftir að skothvellir heyrðust

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Þungvopnaðir lögreglumenn streymdu að þinghúsinu.
Þungvopnaðir lögreglumenn streymdu að þinghúsinu. vísir/epa
Þinghúsinu í Washington var lokað í snarheitum fyrir skemmstu eftir að skothvellir heyrðust í gestamóttöku þess. Starfsfólki og þingmönnum á staðnum hefur verið skipað að koma sér í öruggt skjól og halda sig innandyra. Þetta kemur fram á BBC.

Fyrstu fregnir herma að lögreglumaður sé særður eftir skotárás og að byssumaðurinn hafi verið handsamaður. Ástand lögreglumannsins er ekki talið alvarlegt. Yfirlýsing í tengslum við málið er væntanleg.

Uppfært 20.01 Lokun þinghússins hefur nú verið aflétt. Flestir starfsmenn þingsins og þingmenn voru í páskafríi en þó voru fjölmiðlamenn og skrifstofufólk á svæðinu. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem skotárás á sér stað í þinghúsinu en það gerðist árið 1998 þegar tveir lögreglumenn voru myrtir í árás. Gestamótttöku hússins var komið á fót, í núverandi mynd, í kjölfar þess til að tryggja öryggi þeirra sem starfa í húsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×