Erlent

Eldgos í Alaska

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Öskustrókurinn nær upp í 20 þúsund fet.
Öskustrókurinn nær upp í 20 þúsund fet. Mynd/Colt Snapp
Eldgos er hafið í Pavlof-eldfjallinu í Alaska í Bandaríkjunum. Eldgosið hófst í gærkvöldi og nær öskustrókurinn úr eldfjallinu í um 20.000 fet.

Eldfjallið er staðsett á Aleutian-eyjum í Kyrrahafi, um eitt þúsund kílómetrum suðvestur af Anchorage, höfuðborg Alaska-ríkis. Næsta byggð er í um 60 kílómetra fjarlægð. Öskuskýið færist í norðurátt og hefur flugumferðaryfirvöldum verið gert viðvart um eldgosið.

Eldfjallið er eitt það virkasta á svæðinu og hefur það gosið um 40 sinnu svo vitað sé til Eldfjallið gaus síðast árið 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×