Erlent

Páfinn skammast yfir meðferð á flóttafólki

Samúel Karl ólason skrifar
Páfinn á ferð um Péturstorg í dag.
Páfinn á ferð um Péturstorg í dag. Vísir/AFP
Francis páfi notaði tækifærið í páskamessu sinni í Róm í dag og skammaðist yfir því hvernig komið er fram við flóttafólk í Evrópu. Hann sagði að kristið fólk ætti ekki að gleyma þeim sem leita að betra lífi, flýja frá stríði, hungri, fátækt og óréttlæti.

Páfinn flutti messu sína fyrir framan þúsundir á Péturstorgi.

„Of oft er bræðrum okkar og systrum mætt með dauða og höfnun af fólki sem ætti að taka þeim fagnandi og bjóða þeim aðstoð,“ sagði páfinn.

Samkvæmt AFP fréttaveitunni nefndi hann stríðið í Sýrlandi og sagðist vonast til þess að friðarviðræðu myndu hefjast aftur í næsta mánuði.

Páfinn fordæmdi einnig hryðjuverk sem réttast væri að berjast gegn með „vopnum ástar“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×