Erlent

Sanders sigraði í þremur ríkjum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Bernie Sanders vann afgerandi sigra í forvali Demókrata í gærkvöldi. Hann sigraði í AlaskaHawaii og Washington ríki og er talinn hafa fengið rúmlega 70 prósent atkvæða í öllum ríkjunum. Hillary Clinton heldur þó forystu sinni.

101 kjörfulltrúi er í boði í Washington, en þeim er útbýtt hlutfallslega. Samkvæmt CNN, þegar búið er að telja 90 atkvæða þar er Sanders með 72 prósent og Clinton með 28 prósent. Í Hawaii og Alaska eru kjörmennirnir eingöngu 25 og 16.

Samkvæmt AP fréttaveitunni Clinton leiðir kapphlaupið enn með 1.234 kjörmenn en Sanders er með 956. 2.383 menn þarf til sigurs.

Séu þeir ofur-kjörmenn sem hafi lýst yfir stuðningi við frambjóðendur teknir með er staðan 1.703 gegn 985. Ofur-kjörmenn geta þú skipt um skoðun.

Eins og staðan er núna þarf Sanders að vinna 57 prósent þeirra kjörmenn sem enn á eftir að kjósa um, til að öðlast meirihluta á flokksfundi í lok júní. Sé tillit tekið til ofur-kjörmenn er hann talinn þurfa að vinna 67 prósent.

Næst verður kosið í Wisconsin þann 5. apríl næstkomandi þar sem 96 kjörmenn eru undir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×