Fótbolti

Ummæli O'Neill karlrembuleg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Það hlógu ekki allir þegar Martin O'Neill sagði, í gríni, á blaðamannafundi að aðeins þær eiginkonur og kærustu leikmanna sem væru aðlaðandi væru velkomnar á hótel leikmanna á EM í sumar.

„Þær ljótu, ég held ekki,“ sagði O'Neill en hann var spurður um þetta eftir að Chris Coleman, landsliðsþjálfari Wales, sagði að makar leikmanna Wales fengju ekki að heimsækja liðið á meðan EM í Frakklandi stendur.

Sjá einnig: Martin O'Neill: Þær ljótu eru ekki eins velkomnar

Nú hefur formaður kvennasamtaka á Írlandi, National Women's Council of Ireland, stigið fram og lýst vanþóknun sinni á brandaranum.

„Það er ekkert svigrúm í írskum fótbolta fyrir karlrembuummæli sem þessi,“ sagði hún.

„Áhugi stúlkna og kvenna í Írlandi á knattspyrnu hefur aukist og fer vaxandi. Það á að nota EM til að auka áhuga þeirra á íþróttinni, ekki til að koma fram með ummæli sem þessi.“


Tengdar fréttir

Martin O'Neill: Þær ljótu eru ekki eins velkomnar

Martin O'Neill, landsliðsþjálfari Íra, var spurður út í það á blaðamannafundi hvort hann hefði áhyggjur af því að eiginkonur leikmanna liðsins væru að koma með á Evrópumótið í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×