Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. janúar 2025 08:00 Trent Alexander-Arnold í baráttunni við Matthijs de Ligt. Liverpool FC/Getty Images Sparkspekingurinn Roy Keane er að venju með munninn fyrir neðan nefið og hann lét Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörð Liverpool, heyra það eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Manchester United. Trent er sagður nálægt því að ganga í raðir Real Madríd á frjálsri sölu. Það hefur mikið verið ritað um framtíð Trent undanfarnar vikur en leikmaðurinn er talinn vera við það að samþykkja samningstilboð Evrópu- og Spánarmeistara Real Madríd. Samningur hans rennur út næsta sumar og því má hann semja við lið utan Englands. Liverpool hefur hins vegar boðið honum nýjan og betri samning en leikmaðurinn virðist ekki viss hvað skal gera. Það sama verður sagt um varnarleik hans í leik helgarinnar gegn Man United. Í fyrri hálfleik var hann alls ekki í línu þegar varnarlína Liverpool lyfti upp og því slapp Rasmus Höjlund í gegn. Sem betur fer fyrir Trent þá er danski framherjinn með sjálfstraustið niðri í kjallaranum og Alisson, markvörður Liverpool, frábær einn á einn. Þegar Trent gleymdi sér á nýjan leik í síðari hálfleik var hann ekki jafn heppinn. Aftur hélt hann ekki línu og Lisandro Martínez kom gestunum yfir. Að loknum leik lét Keane, sem er fyrrum fyrirliði Man Utd, gamminn geisa. "He's going to Tranmere Rovers after this" 💬Roy Keane's honest opinion on Trent Alexander-Arnold's defending. pic.twitter.com/vE02Qmnqik— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 5, 2025 „Varnarlega hefur Trent verið skelfilegur. Við tölum um hversu frábær hann er en varnarleikurinn hans er eins og eitthvað hjá grunnskólakrakka. Hann er orðaður við Real Madríd en ætti að vera orðaður við Tranmere Rovers miðað við spilamennskuna,“ sagði Keane um enska landsliðsmanninn eftir stórleik helgarinnar. Tranmere Rovers er í 20. sæti ensku D-deildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Sjá meira
Það hefur mikið verið ritað um framtíð Trent undanfarnar vikur en leikmaðurinn er talinn vera við það að samþykkja samningstilboð Evrópu- og Spánarmeistara Real Madríd. Samningur hans rennur út næsta sumar og því má hann semja við lið utan Englands. Liverpool hefur hins vegar boðið honum nýjan og betri samning en leikmaðurinn virðist ekki viss hvað skal gera. Það sama verður sagt um varnarleik hans í leik helgarinnar gegn Man United. Í fyrri hálfleik var hann alls ekki í línu þegar varnarlína Liverpool lyfti upp og því slapp Rasmus Höjlund í gegn. Sem betur fer fyrir Trent þá er danski framherjinn með sjálfstraustið niðri í kjallaranum og Alisson, markvörður Liverpool, frábær einn á einn. Þegar Trent gleymdi sér á nýjan leik í síðari hálfleik var hann ekki jafn heppinn. Aftur hélt hann ekki línu og Lisandro Martínez kom gestunum yfir. Að loknum leik lét Keane, sem er fyrrum fyrirliði Man Utd, gamminn geisa. "He's going to Tranmere Rovers after this" 💬Roy Keane's honest opinion on Trent Alexander-Arnold's defending. pic.twitter.com/vE02Qmnqik— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 5, 2025 „Varnarlega hefur Trent verið skelfilegur. Við tölum um hversu frábær hann er en varnarleikurinn hans er eins og eitthvað hjá grunnskólakrakka. Hann er orðaður við Real Madríd en ætti að vera orðaður við Tranmere Rovers miðað við spilamennskuna,“ sagði Keane um enska landsliðsmanninn eftir stórleik helgarinnar. Tranmere Rovers er í 20. sæti ensku D-deildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Sjá meira