Erlent

Karadzic sekur um þjóðarmorð

Samúel Karl Ólason skrifar
Radovan Karadzic
Radovan Karadzic Vísir/EPA
Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn, ICC, dæmdi í dag Radovan Karadzic, fyrrum leiðtoga Bosníuserba, sekan um þjóðarmorð, stríðsglæpi, morð og fleira. Hann var dæmdur til 40 ára fangelsisvistar. Hann var fundinn sekur í tíu af ellefu ákæruliðum.

Þar á meðal er ákæra fyrir blóðbaðið í Srbrencia árið 1995. Dómstóllinn komst þó að þeirri niðurstöðu að ekki væru nægar sannanir fyrir fjöldamorðum í sjö bæjum og þorpum.

Karadzic er æðsti stjórnmálamaðurinn sem er dæmdur vegna glæpa í Bosníustríðinu. Réttarhöldin hafa staðið yfir í átta ár og Karadzic varði sig sjálfur.

Sjá einnig: Hver er þessi Karadzic?

Minnst hundrað þúsund manns létu lífið í stríðinu á árunum 1992 til 1995. Karadzic var handtekinn í Belgrad árið 2008. Hann ætlar að áfrýja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×