Tyrknesk yfirvöld framseldu einn árásarmannanna til Hollands Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. mars 2016 22:10 Brahim og Khalid El Bakraoui. vísir/epa Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að einn árásarmannanna í Brussel hafi verið handtekinn í Tyrlandi á síðasta ári og verið framseldur til Belgíu. Belgísk yfirvöld hafi hins vegar sleppt honum úr haldi. Þetta hafi verið gert þrátt fyrir viðvaranir tyrkneskra yfirvalda um að hann væri yfirlýstur vígamaður. Þetta kemur fram hjá AP. Síðar meir var forsetinn leiðréttur af starfsfólki sínu og bent á að maðurinn hefði verið sendur til Hollands. Fram kemur að maðurinn sem um ræðir hafi verið Brahim El Bakraoui, 29 ára Belga. Honum var sleppt úr haldi eftir að ekki tókst að færa sönnur á tengsl hann við hryðjuverkasamtök. Fram hefur komið að Brahim sprengdi sig í loft upp ásamt bróður sínum, Khalid. Brahim réðst á Zaventem-flugvöllinn, þar sem ellefu létust, en Khalid á Maelbeek lestarstöðina þar sem tuttugu féllu. Um 230 særðust í sprengingunum. Þetta kemur fram á vef BBC. Tveir aðrir árásarmenn voru ásamt Khalid á flugvellinum. Annar þeirra lét til skarar skríða og hafa kennsl ekki verið borin á lík hans. Hins mannsins er enn leitað og óvitað hver hann er eða hvar hann heldur til. Yfirvöld hafa hafist handa við að birta nöfn þeirra sem féllu í árásinni. Fyrsta nafnið sem gefið var út er Adelma Tapia Ruiz, 36 ára kona frá Perú. Hún var þar ásamt eiginmanni sínum og tvíbuaradætrum þegar sprengingarnar urðu. Stúlkurnar höfðu skroppið frá til að leika sér og varð það þeim líklega til lífs. Belgískur eiginmaður hennar særðist í árásinni en ekki lífshættulega. Þetta kemur fram hjá The Guardian. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Belgíu vegna árásanna. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um framgang mála í Brussel. Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Fundu búnað til sprengjugerðar í húsleit Annar Bakraoui-bræðranna sagðist ráðþrota og hræddur við að lenda í fangelsi. Yfirlýsing frá Brahim Bakraoui fannst í tölvu, sem hann henti í ruslið. Fjórða mannsins er enn leitað. 24. mars 2016 07:00 Árásarmennirnir í Brussel bræður Lögregla í Brussel segir bræðurna Khalíd og Brahím el-Bakraoui hafa sprengt sig í gær. 23. mars 2016 07:16 Stöð 2 í Brussel: Þriggja daga þjóðarsorg Una Sighvatsdóttir fréttamaður og Björn G. Sigurðsson tökumaður eru í Brussel og munu fjalla þaðan um eftirmála hryðjuverkanna í fréttum Stöðvar2 í kvöld. Íbúar Brussel buðu óttanum byrginn í miðborginni í dag eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. 23. mars 2016 17:37 Sögðu einn árásarmanninn hafa verið handtekinn Najim Laachraoui er talinn vera sprengjusmiður hópsins sem gerði árásirnar í Brussel í gær. 23. mars 2016 10:55 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að einn árásarmannanna í Brussel hafi verið handtekinn í Tyrlandi á síðasta ári og verið framseldur til Belgíu. Belgísk yfirvöld hafi hins vegar sleppt honum úr haldi. Þetta hafi verið gert þrátt fyrir viðvaranir tyrkneskra yfirvalda um að hann væri yfirlýstur vígamaður. Þetta kemur fram hjá AP. Síðar meir var forsetinn leiðréttur af starfsfólki sínu og bent á að maðurinn hefði verið sendur til Hollands. Fram kemur að maðurinn sem um ræðir hafi verið Brahim El Bakraoui, 29 ára Belga. Honum var sleppt úr haldi eftir að ekki tókst að færa sönnur á tengsl hann við hryðjuverkasamtök. Fram hefur komið að Brahim sprengdi sig í loft upp ásamt bróður sínum, Khalid. Brahim réðst á Zaventem-flugvöllinn, þar sem ellefu létust, en Khalid á Maelbeek lestarstöðina þar sem tuttugu féllu. Um 230 særðust í sprengingunum. Þetta kemur fram á vef BBC. Tveir aðrir árásarmenn voru ásamt Khalid á flugvellinum. Annar þeirra lét til skarar skríða og hafa kennsl ekki verið borin á lík hans. Hins mannsins er enn leitað og óvitað hver hann er eða hvar hann heldur til. Yfirvöld hafa hafist handa við að birta nöfn þeirra sem féllu í árásinni. Fyrsta nafnið sem gefið var út er Adelma Tapia Ruiz, 36 ára kona frá Perú. Hún var þar ásamt eiginmanni sínum og tvíbuaradætrum þegar sprengingarnar urðu. Stúlkurnar höfðu skroppið frá til að leika sér og varð það þeim líklega til lífs. Belgískur eiginmaður hennar særðist í árásinni en ekki lífshættulega. Þetta kemur fram hjá The Guardian. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Belgíu vegna árásanna. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um framgang mála í Brussel.
Hryðjuverk í Brussel Tengdar fréttir Fundu búnað til sprengjugerðar í húsleit Annar Bakraoui-bræðranna sagðist ráðþrota og hræddur við að lenda í fangelsi. Yfirlýsing frá Brahim Bakraoui fannst í tölvu, sem hann henti í ruslið. Fjórða mannsins er enn leitað. 24. mars 2016 07:00 Árásarmennirnir í Brussel bræður Lögregla í Brussel segir bræðurna Khalíd og Brahím el-Bakraoui hafa sprengt sig í gær. 23. mars 2016 07:16 Stöð 2 í Brussel: Þriggja daga þjóðarsorg Una Sighvatsdóttir fréttamaður og Björn G. Sigurðsson tökumaður eru í Brussel og munu fjalla þaðan um eftirmála hryðjuverkanna í fréttum Stöðvar2 í kvöld. Íbúar Brussel buðu óttanum byrginn í miðborginni í dag eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. 23. mars 2016 17:37 Sögðu einn árásarmanninn hafa verið handtekinn Najim Laachraoui er talinn vera sprengjusmiður hópsins sem gerði árásirnar í Brussel í gær. 23. mars 2016 10:55 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Fundu búnað til sprengjugerðar í húsleit Annar Bakraoui-bræðranna sagðist ráðþrota og hræddur við að lenda í fangelsi. Yfirlýsing frá Brahim Bakraoui fannst í tölvu, sem hann henti í ruslið. Fjórða mannsins er enn leitað. 24. mars 2016 07:00
Árásarmennirnir í Brussel bræður Lögregla í Brussel segir bræðurna Khalíd og Brahím el-Bakraoui hafa sprengt sig í gær. 23. mars 2016 07:16
Stöð 2 í Brussel: Þriggja daga þjóðarsorg Una Sighvatsdóttir fréttamaður og Björn G. Sigurðsson tökumaður eru í Brussel og munu fjalla þaðan um eftirmála hryðjuverkanna í fréttum Stöðvar2 í kvöld. Íbúar Brussel buðu óttanum byrginn í miðborginni í dag eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. 23. mars 2016 17:37
Sögðu einn árásarmanninn hafa verið handtekinn Najim Laachraoui er talinn vera sprengjusmiður hópsins sem gerði árásirnar í Brussel í gær. 23. mars 2016 10:55