Formúla 1 metin á þúsund milljarða Sæunn Gísladóttir skrifar 24. mars 2016 07:00 Formúlu 1 keppnin dregur að milljónir áhorfenda eins og sjá má í Mónakó. Fréttablaðið/AFP Fjárhagsstaða kappaksturskeppninnar Formúlu 1 hefur sjaldan verið betri en nú þegar ný keppnistíð hófst í síðustu viku. Samkvæmt nýjustu ársskýrslum nam rekstrarhagnaður móðurfélags F1, Delta Topco, 519,8 milljónum dollara, jafnvirði 66 milljarða íslenskra króna á árinu 2014. Tekjur Delta Topco námu 1,8 milljörðum dollara, jafnvirði 220 milljarða íslenskra króna, og hafa aldrei verið hærri. Þær hafa vaxið um 80 prósent á síðasta áratug. Nokkrar ástæður eru fyrir velgengni félagsins samkvæmt umfjöllun The Sunday Times. Í fyrsta lagi heldur F1 kostnaði niðri með því að eiga engin lið eða keppnisbrautir, og er einungis með 352 starfsmenn. Stærsti kostnaðarhlutinn er að 63 prósent af hagnaði fara í vinningsfé. Frá 2009 til 2014 hækkaði vinningsfé um 31 prósent í 863,1 milljón dollara, rúmlega 100 milljarða króna, vegna aukins áhuga á F1. Hins vegar er dregið úr áhættu með því að láta vinningsféð vera hlutfall af hagnaði. Delta Tropco þarf einungis að endurnýja 10-20 prósent samninga sinna árlega. Samningarnir endast að meðaltali í fimm ár og ver félagið sig gegn verðbólgu með þeim. Það að tekjur fyrirtækisins tengjast ekki velgengni á kappakstursbrautinni gerir að verkum að fjárfestar líta á félagið sem áhættulitla fjárfestingu. Er fyrirtækið nú metið á 8,6 milljarða dollara, 1.000 milljarða íslenskra króna. Eigið fé félagsins nemur nær helmingi verðmatsins. Einhverjir fjárfestar telja að um ofmat sé að ræða. Aukinn áhugi á keppninni og hátt hlutabréfaverð benda til þess að matið sé rétt sem stendur. Fréttin birtist fyrst Fréttablaðinu 24. mars Uppfært: Upprunalega stóð að nýtt keppnistímabil hæfist eftir nokkrar vikur. Hið rétta er að það hófst um síðastliðna helgi. Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fjárhagsstaða kappaksturskeppninnar Formúlu 1 hefur sjaldan verið betri en nú þegar ný keppnistíð hófst í síðustu viku. Samkvæmt nýjustu ársskýrslum nam rekstrarhagnaður móðurfélags F1, Delta Topco, 519,8 milljónum dollara, jafnvirði 66 milljarða íslenskra króna á árinu 2014. Tekjur Delta Topco námu 1,8 milljörðum dollara, jafnvirði 220 milljarða íslenskra króna, og hafa aldrei verið hærri. Þær hafa vaxið um 80 prósent á síðasta áratug. Nokkrar ástæður eru fyrir velgengni félagsins samkvæmt umfjöllun The Sunday Times. Í fyrsta lagi heldur F1 kostnaði niðri með því að eiga engin lið eða keppnisbrautir, og er einungis með 352 starfsmenn. Stærsti kostnaðarhlutinn er að 63 prósent af hagnaði fara í vinningsfé. Frá 2009 til 2014 hækkaði vinningsfé um 31 prósent í 863,1 milljón dollara, rúmlega 100 milljarða króna, vegna aukins áhuga á F1. Hins vegar er dregið úr áhættu með því að láta vinningsféð vera hlutfall af hagnaði. Delta Tropco þarf einungis að endurnýja 10-20 prósent samninga sinna árlega. Samningarnir endast að meðaltali í fimm ár og ver félagið sig gegn verðbólgu með þeim. Það að tekjur fyrirtækisins tengjast ekki velgengni á kappakstursbrautinni gerir að verkum að fjárfestar líta á félagið sem áhættulitla fjárfestingu. Er fyrirtækið nú metið á 8,6 milljarða dollara, 1.000 milljarða íslenskra króna. Eigið fé félagsins nemur nær helmingi verðmatsins. Einhverjir fjárfestar telja að um ofmat sé að ræða. Aukinn áhugi á keppninni og hátt hlutabréfaverð benda til þess að matið sé rétt sem stendur. Fréttin birtist fyrst Fréttablaðinu 24. mars Uppfært: Upprunalega stóð að nýtt keppnistímabil hæfist eftir nokkrar vikur. Hið rétta er að það hófst um síðastliðna helgi.
Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira