Þau eru kröfuhörð og stilla okkur stöðugt upp við vegg Magnús Guðmundsson skrifar 26. mars 2016 11:30 Leikhópurinn og aðstandendur sýningarinnar Made in Children í Borgarleikhúsinu. Visir/Hanna Það er ekki á hverjum degi sem tíu börn á aldrinum átta til tólf ára standa á leiksviði fyrir framan fullorðna áhorfendur og fjalla um framtíðina. Fjalla um heiminn sem var skilinn eftir handa þeim en þau áttu engan þátt í að skapa. Næstkomandi föstudag, þann 1. apríl, verður frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins sviðslistaverkið Made in Children þar sem einmitt þetta er tilfellið. Sýningin er samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Ásrúnar Magnúsdóttur, Aude Busson og Alexanders Roberts. Þau þrjú eru í senn höfundar og leikstjórar sýningarinnar en Ásrún segir að rætur hennar liggi þó fremur í dansi en leikhúsi. „Ég starfa aðallega sem danshöfundur og hef gert það að mestu frá því ég lauk námi frá Listaháskólanum árið 2011. Hef verið að vinna innan dans- og leikhússins síðan þá. Minn nánasti samstarfsfélagi er Alexander Roberts og við vinnum eiginlega alltaf saman og í þessari sýningu fengum við einnig til liðs við okkur Aude Busson. Þau búa bæði og starfa á Íslandi og hafa gert í mörg ár. Við Alexander vorum búin að vera að undirbúa þetta verkefni og í þeim undirbúningi fannst okkur fljótt að það væri mikilvægt að fá Aude til liðs við okkur því hennar þekking og færni var nákvæmlega það sem okkur vantaði.“Óreyndir krakkar Ásrún segir að Made in Children sé í raun bæði dans- og leikhúsverk og að þau sem að þessu koma séu í senn höfundar og leikstjórar. „En það er nú rétt að taka fram að við höfum unnið þetta í mjög nánu samstarfi við krakkana. Við fengum þau til liðs við okkur úr öllum áttum. Við vildum fá krakka sem væru ekki með mjög mikla reynslu af því að vinna í leikhúsi eða í dansi heldur vildum við að þau væru ekki lituð af því að hafa unnið í leikhúsi áður. Þar sem við vildum fá nýtt blóð þá fórum við þá leið að líta svona aðeins í kringum okkur og fengum þannig mikið af flottum krökkum sem voru til í að taka þátt og svo þurftum við hreinlega að velja sem var nú ekki auðvelt. Verkið fjallar um heiminn sem við lifum í eða kannski öllu heldur heiminn sem við erum að skilja eftir fyrir börnin. Heiminn sem börnin munu erfa eftir okkur. Þetta fjallar um þau, þau er bæði í sínum heimi sem þau sjálf og svo birtast þau líka sem alls konar verur úr framtíðinni.“Aude Busson, Alexander Roberts og Ásrún Magnúsdóttir höfundar og leikstjórar að Made in Children. Visir/HannaStilla okkur upp við vegg Ásrún segir að þau fari ekki þá leið að vinna með einhverja ákveðna atburði í samtímanum eins og t.d. að mynda hryðjuverk eða annan slíkan óhugnað heldur nálgist þau þetta á breiðari grunni. „Í ferlinu höfum við t.d. verið að ræða styrjaldir, og gróðurhúsaáhrif hafa líka verið ofarlega í umræðunum og svo höfum við reynt að vinna út frá því. En við förum svona aðeins meira abstrakt leiðir fremur en að fjalla með beinum hætti um ákveðna atburði eða stöðu mála í samtímanum í sýningunni sjálfri. Krakkarnir hafa haft mjög mikið fram að færa í þessari umræðu og þau eru greinilega mjög meðvituð um allt saman. Meðvituð um það sem er að gerast í heiminum og fylgjast í raun alveg ótrúlega vel með. Við höfum svo ákveðið í sameiningu hvað það er sem við viljum sýna en þau hafa haft alveg svakalega mikið fram að færa. Stundum höfum við verið að koma með einhverjar senur, texta eða dansa sem við viljum að þau framkvæmi og þá hafa þau einmitt alltaf verið dugleg að spyrja okkur af hverju við viljum gera þetta svona eða hvað það sé sem við viljum segja og svo framvegis. Okkur hefur í raun verið stanslaust stillt upp við vegg því þau eru kröfuhörð og efins sem er svo sannarlega gott. Þannig að þau hafa ekki reynt síður á okkur en við á þau og svo eru þau svo ófeimin og leitandi.Klisjan er sönn Það kom mér að mörgu leyti mjög mikið á óvart hvernig þetta verkefni þróaðist. Þetta fór í raun í allt aðra átt en við ímynduðum okkur fyrst en það var líka frábært. Þannig sýnir það okkur einfaldlega hvað krakkarnir höfðu mikil áhrif og hvað þau leiddu verkefnið áfram.“ Þó svo sýningin sé flutt af börnum þá minnir Ásrún á að þetta sé ekki barnasýning heldur ætluð fullorðnum áhorfendum. „Þetta er sýning fyrir allt fullorðið fólk sem hefur áhuga á heiminum sem við erum að skilja eftir fyrir börnin sem munu lifa eftir í honum. Það þykir stundum vera innantómur frasi að segja að við séum aðeins með jörðina að láni frá komandi kynslóðum en í gær vorum við með rennsli og þá komumst við einmitt að þessari niðurstöðu. Við höldum alltaf að börnin séu framtíðin en núna vitum við það. Það er mjög skýrt í þessu verki að þetta er þeirra heimur. Það er kannski klisja að segja að við séum aðeins gestir hérna á jörðinni en það er jafn satt fyrir því.“ Menning Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem tíu börn á aldrinum átta til tólf ára standa á leiksviði fyrir framan fullorðna áhorfendur og fjalla um framtíðina. Fjalla um heiminn sem var skilinn eftir handa þeim en þau áttu engan þátt í að skapa. Næstkomandi föstudag, þann 1. apríl, verður frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins sviðslistaverkið Made in Children þar sem einmitt þetta er tilfellið. Sýningin er samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Ásrúnar Magnúsdóttur, Aude Busson og Alexanders Roberts. Þau þrjú eru í senn höfundar og leikstjórar sýningarinnar en Ásrún segir að rætur hennar liggi þó fremur í dansi en leikhúsi. „Ég starfa aðallega sem danshöfundur og hef gert það að mestu frá því ég lauk námi frá Listaháskólanum árið 2011. Hef verið að vinna innan dans- og leikhússins síðan þá. Minn nánasti samstarfsfélagi er Alexander Roberts og við vinnum eiginlega alltaf saman og í þessari sýningu fengum við einnig til liðs við okkur Aude Busson. Þau búa bæði og starfa á Íslandi og hafa gert í mörg ár. Við Alexander vorum búin að vera að undirbúa þetta verkefni og í þeim undirbúningi fannst okkur fljótt að það væri mikilvægt að fá Aude til liðs við okkur því hennar þekking og færni var nákvæmlega það sem okkur vantaði.“Óreyndir krakkar Ásrún segir að Made in Children sé í raun bæði dans- og leikhúsverk og að þau sem að þessu koma séu í senn höfundar og leikstjórar. „En það er nú rétt að taka fram að við höfum unnið þetta í mjög nánu samstarfi við krakkana. Við fengum þau til liðs við okkur úr öllum áttum. Við vildum fá krakka sem væru ekki með mjög mikla reynslu af því að vinna í leikhúsi eða í dansi heldur vildum við að þau væru ekki lituð af því að hafa unnið í leikhúsi áður. Þar sem við vildum fá nýtt blóð þá fórum við þá leið að líta svona aðeins í kringum okkur og fengum þannig mikið af flottum krökkum sem voru til í að taka þátt og svo þurftum við hreinlega að velja sem var nú ekki auðvelt. Verkið fjallar um heiminn sem við lifum í eða kannski öllu heldur heiminn sem við erum að skilja eftir fyrir börnin. Heiminn sem börnin munu erfa eftir okkur. Þetta fjallar um þau, þau er bæði í sínum heimi sem þau sjálf og svo birtast þau líka sem alls konar verur úr framtíðinni.“Aude Busson, Alexander Roberts og Ásrún Magnúsdóttir höfundar og leikstjórar að Made in Children. Visir/HannaStilla okkur upp við vegg Ásrún segir að þau fari ekki þá leið að vinna með einhverja ákveðna atburði í samtímanum eins og t.d. að mynda hryðjuverk eða annan slíkan óhugnað heldur nálgist þau þetta á breiðari grunni. „Í ferlinu höfum við t.d. verið að ræða styrjaldir, og gróðurhúsaáhrif hafa líka verið ofarlega í umræðunum og svo höfum við reynt að vinna út frá því. En við förum svona aðeins meira abstrakt leiðir fremur en að fjalla með beinum hætti um ákveðna atburði eða stöðu mála í samtímanum í sýningunni sjálfri. Krakkarnir hafa haft mjög mikið fram að færa í þessari umræðu og þau eru greinilega mjög meðvituð um allt saman. Meðvituð um það sem er að gerast í heiminum og fylgjast í raun alveg ótrúlega vel með. Við höfum svo ákveðið í sameiningu hvað það er sem við viljum sýna en þau hafa haft alveg svakalega mikið fram að færa. Stundum höfum við verið að koma með einhverjar senur, texta eða dansa sem við viljum að þau framkvæmi og þá hafa þau einmitt alltaf verið dugleg að spyrja okkur af hverju við viljum gera þetta svona eða hvað það sé sem við viljum segja og svo framvegis. Okkur hefur í raun verið stanslaust stillt upp við vegg því þau eru kröfuhörð og efins sem er svo sannarlega gott. Þannig að þau hafa ekki reynt síður á okkur en við á þau og svo eru þau svo ófeimin og leitandi.Klisjan er sönn Það kom mér að mörgu leyti mjög mikið á óvart hvernig þetta verkefni þróaðist. Þetta fór í raun í allt aðra átt en við ímynduðum okkur fyrst en það var líka frábært. Þannig sýnir það okkur einfaldlega hvað krakkarnir höfðu mikil áhrif og hvað þau leiddu verkefnið áfram.“ Þó svo sýningin sé flutt af börnum þá minnir Ásrún á að þetta sé ekki barnasýning heldur ætluð fullorðnum áhorfendum. „Þetta er sýning fyrir allt fullorðið fólk sem hefur áhuga á heiminum sem við erum að skilja eftir fyrir börnin sem munu lifa eftir í honum. Það þykir stundum vera innantómur frasi að segja að við séum aðeins með jörðina að láni frá komandi kynslóðum en í gær vorum við með rennsli og þá komumst við einmitt að þessari niðurstöðu. Við höldum alltaf að börnin séu framtíðin en núna vitum við það. Það er mjög skýrt í þessu verki að þetta er þeirra heimur. Það er kannski klisja að segja að við séum aðeins gestir hérna á jörðinni en það er jafn satt fyrir því.“
Menning Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira