Sport

MMA orðið löglegt í New York

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Holly Holm og Miesha Tate eru hér uppi í Empire State-byggingunni. Bráðum mega þær berjast í borginni.
Holly Holm og Miesha Tate eru hér uppi í Empire State-byggingunni. Bráðum mega þær berjast í borginni. vísir/getty
Eftir margra ára baráttu er MMA orðið löglegt í New York og þar með öllum Bandaríkjunum.

Í gærkvöld var lagafrumvarp um lögleiðingu MMA í ríkinu loksins staðfest og ríkisstjóri New York á aðeins eftir að samþykkja það. Hann hefur sagst ætla að gera það.

Ef allt fer að óskum, eins og líklegt er, má gera ráð fyrir að UFC haldi sitt fyrsta bardagakvöld í Madison Square Garden seint á árinu.

UFC hefur lengi barist fyrir þessari lögleiðingu og nú er loksins hægt að koma með UFC-sýninguna á stóra sviðið í New York. Þá er bara spurning hvenær við fáum Gunnar Nelson í Madison Square Garden?

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×