Erlent

17 ár fyrir morðið á Strelle

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Natalia var myrt á hrottalegan hátt.
Natalia var myrt á hrottalegan hátt. Visir
Eiginmaður rússneska píanóleikarans Nataliu Streltsjenko var á föstudag dæmdur í 17 ára fangelsi fyrir að hafa myrt hana. Dagblaðið Verdens Gang greinir frá en eiginmaður hennar var norski bassaleikarinn John Martin.

Natalia fannst látin síðastliðinn ágúst í íbúð sem hjónin leigðu í Manchester á Englandi. Málið vakti sérstaka athygli vegna þess hversu hrottalegt morðið var. Natalia var kyrkt og slegin það fast í höfuðið að andlitsbein hennar voru laus frá afgangi höfuðkúpunnar. Eiginmaður hennar lýsti yfir sakleysi sínu og bar fyrir sig minnisleysi.

Natalie Streltsjenko, einnig þekkt sem Natalia Strelle, var 38 ára gömul og þegar orðin heimsþekkt á meðal unnenda klassískrar tónlistar. Hún og Martin höfðu verið gift í tvö ár en samkvæmt íslenska fiðluleikaranum Hjörleifi Valssyni, sem þekkti til þeirra, var samband þeirra alla tíð stormasamt.

Kvöldið sem Natalie var myrt hafði hún boðið tveimur meðleikurum sínum heim í mat. Þegar þangað kom var eiginmaður hennar svo sturlaður af afbrýðissemi og reiði að hann mölvaði mjólkurflösku á gólfinu og veittist að gestum hennar. Við þá flúðu mennirnir og var það í síðasta skiptið sem þeir sáu vinkonu sína á lífi. Martin var einnig sakaður um morðtilraun á öðrum þeirra en hlaut ekki dóm fyrir.

The Guardian birti nýlega ítarlega grein um málið.


Tengdar fréttir

Mátti sjá fyrir að sambandið myndi enda með ósköpum

Hjörleifur Valsson fiðluleikari var á tímabili náinn vinur John Martin, sem grunaður er um að hafa myrt Nataliu Strelle píanista með hrottalegum hætti um síðustu helgi – og starfaði með þeim báðum.

„Nú deyrð þú!“

Hið hörmulega morð í Manchester, sem norskur eiginmaður konsertpíanista er grunaður um, hefur vakið mikla athygli á Norðurlöndum. Samband þeirra var stormasamt og var eiginmaðurinn dæmdur árið 2012 fyrir ofbeldi og hótanir gegn konu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×