Lífið

Ágústa Eva um gullbarkann Sindra Frey: „Hann reif úr mér hjartað“

Atli Ísleifsson skrifar
„Vitið þið hvað er hérna? Hjartað í mér. Hann reif úr mér hjartað,“ sagði Ágústa Eva eftir að hafa hlýtt á flutning Ísfirðingsins Sindra Freys á laginu All of Me eftir John Legend á síðasta undanúrslitakvöldi Ísland Got Talent í kvöld.

Sindri Freyr var kosinn áfram í símakosningu og verður því með á úrslitakvöldinu.

„Ég elska þig. Þú ert einn af milljón, skrilljón. Þú ert svona talent sem maður sér aldrei. Í alvörunni. Fólk getur sungið vel og dansað vel en þú ert svona manneskja sem syngur og maður er bara... Ég er bara einhvers staðar hér fyrir ofan,“ sagði Ágústa Eva og veifaði höndum, hrikalega ánægð með Sindra Frey.

Hinn þrettán ára Sindri Freyr upplýsti Emmsé Gauta að flutningi loknum að hann spili á þrjú hljóðfæri – píanó, gítar og úkúlele. 

Hann vakti gríðarlega athygli og uppskar fjögur „já“ frá dómurum þegar hann lék á úkulele og söng Bruno Mars lagið When I was Your Man í áheyrnarprufum Ísland Got Talent. Hann hafði þá ferðast í fimm klukkustundir frá Ísafirði til að geta stigið á stokk í Austurbæ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.