Alonso lenti aftan á Gutierrez með þeim afleiðngum að þeir enduðu utan brautar. Alonso skautaði á hlið ofan í malargryfju sem snéri honum vær veltur.
Sjá einnig:Sjáðu rosalegan árekstur Alonso og Gutierrez
„Ég er þakklátur fyrir að vera á lífi og að ekkert alvarlegt hafi hent. Þetta var mikið högg. Það var röð atburða sem skapaði áreksturinn,“ sagði Alonso.

„Fljótlega eftir að ég stöðvaðist fóru hugsanir mínar að snúast um mögulega töpuð stig og vonbrigðin að hafa misst af tækifærinu til að ná í stig í fyrstu keppni tímabilsins, við töpuðum líklega vélinni líka því bíllinn er alveg ónýtur,“ sagði Alonso að lokum.
Ætla má að Alonso verði aumur á morgun og næstu daga eftir atvik dagsins.
Dómarar keppninnar tóku atvikið til skoðunar en ákváðu að aðhafast ekkert frekar.
Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir glæstan feril Alonso í Formúlu 1.