Erlent

Enn meiri eldingar úr geimnum - Myndband

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Geimfarinn Tim Peake heldur áfram að vera virkur á samfélagsmiðlunum.
Geimfarinn Tim Peake heldur áfram að vera virkur á samfélagsmiðlunum. Mynd/Skjáskot
Geimfarinn Tim Peake hefur enn á ný birt myndband þar sem sjá má hvernig eldingar líta út frá geimnum. Í 32 sekúndna löngu timelapse-myndbandi teknu frá Alþjóðlegu geimstöðinni sést hvernig eldingar líta út frá geimnum.

Peake kom til geimstöðvarinnar þann 15. desember síðastliðin og er fyrstur Breta til að vinna um borð í geimstöðinni.

Er Peake afar virkur á samfélagsmiðlum líkt og aðrir geimfarar um borð en stutt er síðan Peake birti myndband af hinum margvíslegu störfum sem geimfarar um borð þurfa að inna af hendi.

Hægt er að sjá hverjir eru um borð á heimasíðu NASA, en þaðan er hægt að finna þá á samfélagsmiðlum. Þar að auki má finna margar myndir og myndbönd á Twittersíðu geimstöðvarinnar.

Einnig má sjá útsendingu frá myndavélum utan á geimstöðinni. Útsendingin er þó oft niðri og þar sem geimstöðin fer hringinn í kringum jörðina á um einum og hálfum klukkutíma, er hún oft umvafinn myrkri.

Hér að neðan má svo sjá hvar geimstöðin er stödd.


Tengdar fréttir

Eldingar úr geimnum - Myndband

Breski geimfarinn Tim Peake segir ótrúlegt hve oft eldingu geti skotið niður til jarðar á skömmum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×