Segir hönnun Herjólfs þá bestu þrátt fyrir vonbrigði Kristján Már Unnarsson skrifar 31. mars 2016 16:00 Nýja Vestmannaeyjaferjan, eins og útlit hennar er sýnt á grafískri mynd. „Módelprófanir af ferju hafa leitt í ljós að ferjan uppfyllir ekki þær kröfur sem gerðar voru til hennar,“ segir í tveggja mánaða gömlu minnisblaði Vegagerðarinnar um nýja Vestmannaeyjaferju. Fréttavefurinn eyjar.net greinir frá þessu og birtir minnisblaðið í heild. Þar kemur fram að breyta þurfi mati á frátöfum frá því sem sett var fram í maímánuði síðastliðið vor. „Þótt þetta séu vissulega vonbrigði þá teljum við að við séum þrátt fyrir það með það besta sem við getum kallað fram í þessu skipi,“ sagði Friðfinnur Skaftason, formaður stýrihóps um nýja Vestmannaeyjaferju, þegar fréttastofa 365-miðla leitaði viðbragða. Friðfinnur segir að þótt prófanir sýni að ferjan standist ekki upphaflegar kröfur sé niðurstaðan samt sem áður sú að hún muni stórbæta samgöngur til Eyja og nýting Landeyjahafnar muni aukast verulega.Frá líkanaprófun í Danmörku. Í minnisblaðinu, sem Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni ritaði, segir ennfremur: „Mat undirritaðs er að siglt verði 78-86% af tímanum til Landeyjahafnar á ári. Yfir háveturinn, frá desember til mars, getur það farið í allt að 50% af tímanum í viðkomandi mánuði. Reyndar ef óvissa um dýpi er til staðar þá getur það jafnvel orðið meira.“ Áætlaður er fjöldi daga sem siglingar falla niður til Landeyjahafnar á ári. Lágspá gerir ráð fyrir að 28 dagar falli niður, miðspá að 23 dagar falli niður og háspá að 18 dagar falli niður. Segir að óvissa sé um matið en reynt sé að hafa það varkárt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er nú innan ráðuneyta innanríkis- og fjármála verið að leggja lokahönd á undirbúning útboðs og talið líklegt að ákvörðun verði kynnt í ríkisstjórn í næstu viku. Nýjan ferjan er hönnuð til að flytja 540 farþega yfir sumartímann en 390 yfir vetrarmánuði. Hún á að geta flutt allt að 73 fólksbíla og 5 flutningabíla. Í frétt Stöðvar 2 í desember mátti sjá ferjuna í módelprófunum. Tengdar fréttir Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun. Vonast er til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. 12. desember 2015 19:45 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Sjá meira
„Módelprófanir af ferju hafa leitt í ljós að ferjan uppfyllir ekki þær kröfur sem gerðar voru til hennar,“ segir í tveggja mánaða gömlu minnisblaði Vegagerðarinnar um nýja Vestmannaeyjaferju. Fréttavefurinn eyjar.net greinir frá þessu og birtir minnisblaðið í heild. Þar kemur fram að breyta þurfi mati á frátöfum frá því sem sett var fram í maímánuði síðastliðið vor. „Þótt þetta séu vissulega vonbrigði þá teljum við að við séum þrátt fyrir það með það besta sem við getum kallað fram í þessu skipi,“ sagði Friðfinnur Skaftason, formaður stýrihóps um nýja Vestmannaeyjaferju, þegar fréttastofa 365-miðla leitaði viðbragða. Friðfinnur segir að þótt prófanir sýni að ferjan standist ekki upphaflegar kröfur sé niðurstaðan samt sem áður sú að hún muni stórbæta samgöngur til Eyja og nýting Landeyjahafnar muni aukast verulega.Frá líkanaprófun í Danmörku. Í minnisblaðinu, sem Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni ritaði, segir ennfremur: „Mat undirritaðs er að siglt verði 78-86% af tímanum til Landeyjahafnar á ári. Yfir háveturinn, frá desember til mars, getur það farið í allt að 50% af tímanum í viðkomandi mánuði. Reyndar ef óvissa um dýpi er til staðar þá getur það jafnvel orðið meira.“ Áætlaður er fjöldi daga sem siglingar falla niður til Landeyjahafnar á ári. Lágspá gerir ráð fyrir að 28 dagar falli niður, miðspá að 23 dagar falli niður og háspá að 18 dagar falli niður. Segir að óvissa sé um matið en reynt sé að hafa það varkárt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er nú innan ráðuneyta innanríkis- og fjármála verið að leggja lokahönd á undirbúning útboðs og talið líklegt að ákvörðun verði kynnt í ríkisstjórn í næstu viku. Nýjan ferjan er hönnuð til að flytja 540 farþega yfir sumartímann en 390 yfir vetrarmánuði. Hún á að geta flutt allt að 73 fólksbíla og 5 flutningabíla. Í frétt Stöðvar 2 í desember mátti sjá ferjuna í módelprófunum.
Tengdar fréttir Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun. Vonast er til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. 12. desember 2015 19:45 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Sjá meira
Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun. Vonast er til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. 12. desember 2015 19:45