„Leyndin elur á tortryggni“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 31. mars 2016 12:07 Guðni Th. Jóhannesson. vísir/gva Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur fagnar tillögu um að ákvæði um 110 ára regluna svokölluðu verði fellt úr gildi. Hann segir ákvæðið samræmast illa nútíma stjórnarháttum og kröfum um gagnsæi í stjórnsýslunni. Leyndin ali á tortryggni sem þurfi að uppræta úr íslensku samfélagi. „Ég myndi hiklaust telja þetta jákvætt. Að öllu jöfnu myndi maður ætla að gögn þurfi ekki að vera hulin leynd í rúma hálfa öld. Maður getur sætt sig við að stundum þurfi að halda skjölum lokuðum um stundarsakir. Almenna reglan hér heima og víðar á vesturlöndum er kannski sú að skjöl eins og til dæmis skýrslur frá sendiráðum utanríkisráðuneytis séu lokuð í 25-30 ár, en einkamálefni, tik dæmis sjúkraskýrslur lengur þó vinna megi upp úr þeim tölulegar upplýsingar,“ segir Guðni. „En að eitthvað þurfi að vera lokað í rúma öld samræmist illa nútíma stjórnarháttum og kröfum um gagnsæi í stjórnsýslunni,“ bætir hann við. Þingflokkur Framsóknar samþykkti á fundi sínum í gær að leggja fram frumvarp um afnám 110 ára reglunnar en með breytingum á upplýsingalögum árið 2011 var ákveðið að stjórnvald geti lokað á skjöl í allt að 110 ár. Það þýddi meðal annars það að gögn, til dæmis í Icesave-málinu, gætu verið hulin leyndarhjúpi allan þann tíma. Guðni segir óeðlilegt að gögnum sé haldið svo lengi frá almenningi. „Sérstaklega þar sem því máli [Icesave] er lokið. Kannski var staðan sú þegar gögn urðu til í deilunni miðri að menn litu svo á að það gæti hugsanlega skaðað hagsmuni Íslands að einhverjar upplýsingar kæmu fram um íslenska hagsmuni, íslenska samningataktík eða eitthvað í þeim dúr. En nú er búið að kveða niður Icesave-drauginn eins og menn segja sumir þannig að varla er sú hætta fyrir hendi og leyndin elur á tortryggni. Ef það er eitthvað sem við þurfum að vinna bug á í þessu samfélagi þá er það tortryggni, því þessi leynd og leynimakk allt saman er að gera mann lifandi vitlausan,“ segir Guðni. Tengdar fréttir Leggja fram frumvarp sem afléttir leyndinni 110 ára reglan svokallaða er á útleið fái Framsóknarflokkurinn einhverju ráðið. 30. mars 2016 23:27 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur fagnar tillögu um að ákvæði um 110 ára regluna svokölluðu verði fellt úr gildi. Hann segir ákvæðið samræmast illa nútíma stjórnarháttum og kröfum um gagnsæi í stjórnsýslunni. Leyndin ali á tortryggni sem þurfi að uppræta úr íslensku samfélagi. „Ég myndi hiklaust telja þetta jákvætt. Að öllu jöfnu myndi maður ætla að gögn þurfi ekki að vera hulin leynd í rúma hálfa öld. Maður getur sætt sig við að stundum þurfi að halda skjölum lokuðum um stundarsakir. Almenna reglan hér heima og víðar á vesturlöndum er kannski sú að skjöl eins og til dæmis skýrslur frá sendiráðum utanríkisráðuneytis séu lokuð í 25-30 ár, en einkamálefni, tik dæmis sjúkraskýrslur lengur þó vinna megi upp úr þeim tölulegar upplýsingar,“ segir Guðni. „En að eitthvað þurfi að vera lokað í rúma öld samræmist illa nútíma stjórnarháttum og kröfum um gagnsæi í stjórnsýslunni,“ bætir hann við. Þingflokkur Framsóknar samþykkti á fundi sínum í gær að leggja fram frumvarp um afnám 110 ára reglunnar en með breytingum á upplýsingalögum árið 2011 var ákveðið að stjórnvald geti lokað á skjöl í allt að 110 ár. Það þýddi meðal annars það að gögn, til dæmis í Icesave-málinu, gætu verið hulin leyndarhjúpi allan þann tíma. Guðni segir óeðlilegt að gögnum sé haldið svo lengi frá almenningi. „Sérstaklega þar sem því máli [Icesave] er lokið. Kannski var staðan sú þegar gögn urðu til í deilunni miðri að menn litu svo á að það gæti hugsanlega skaðað hagsmuni Íslands að einhverjar upplýsingar kæmu fram um íslenska hagsmuni, íslenska samningataktík eða eitthvað í þeim dúr. En nú er búið að kveða niður Icesave-drauginn eins og menn segja sumir þannig að varla er sú hætta fyrir hendi og leyndin elur á tortryggni. Ef það er eitthvað sem við þurfum að vinna bug á í þessu samfélagi þá er það tortryggni, því þessi leynd og leynimakk allt saman er að gera mann lifandi vitlausan,“ segir Guðni.
Tengdar fréttir Leggja fram frumvarp sem afléttir leyndinni 110 ára reglan svokallaða er á útleið fái Framsóknarflokkurinn einhverju ráðið. 30. mars 2016 23:27 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Leggja fram frumvarp sem afléttir leyndinni 110 ára reglan svokallaða er á útleið fái Framsóknarflokkurinn einhverju ráðið. 30. mars 2016 23:27