Erlent

Fjölmargir látnir eftir að brú hrundi á Indlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Framkvæmdir hafa staðið yfir við brúna allt frá árinu 2009.
Framkvæmdir hafa staðið yfir við brúna allt frá árinu 2009. Vísir/AFP
Tíu manns hið minnsta eru látnir og á annað hundrað er saknað eftir að vegbrú hrundi í indversku borginni Kalkútta. Talsmaður lögreglunnar í borginni greinir frá þessu.

Sky News segir að óttast sé að um 150 manns sé að finna í rústunum, en atvikið átti sér stað norður af Kalkútta, nærri Ganesh Talkies.

Slökkviliðsmenn og sjálfboðaliðar vinna nú að því að reyna að grafa fólk úr rústunum. Kranar hafa verið sendir á vettvang til að flytja þyngstu steypuklumpana á brott.

Í frétt BBC segir að framkvæmdir hafi staðið yfir við brúna allt frá árinu 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×