Erlent

Yfirvöld í Katar sökuð um þrælahald í tengslum við HM

Vísir/Getty
Yfirvöld í Katar eru sökuð um að nota þræla við að reisa mannvirkin sem nota á þegar heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu verður haldin þar í landi árið 2022.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Amnesty International þar sem segir að verkamenn við Khalifa völlinn sem verður aðal völlur kepninnar séu neyddir til að búa við afar slæmar aðstæður, borga stórfé fyrir að fá að vinna þar auk þess sem launum sé haldið eftir og vegabréf þeirra gerð upptæk.

Í skýrslunni er alþjóðaknattspyrnusambandinu einnig sendar mjög kaldar kveðjur enda hafi þeim mistekist algjörlega að koma í veg fyrir að mannréttindabrot Katara þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×