Erlent

Ungverskur Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Imre Kertész varð 86 ára gamall.
Imre Kertész varð 86 ára gamall. Vísir/Getty
Ungverski rithöfundurinn Imre Kertész er látinn, 86 ára að aldri. Hann hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2002.

Kertész lifði af helförina og sagði í rökstuðningi Sænsku akademíunnar að hann hafi hlotið verðlaunin fyrir að greina frá „hinum endanlega sannleik“ um helförina í bókum sínum.

Kertész var færður í útrýmingarbúðir nasista, Auschwitz, þrettán ára gamall. Hann sagði frá sögu unglingsins Köves sem fluttur var í fangabúðir en kemst lífs af í bók sinni Án örlaga, Sorstalanság, sem kom út 1975.

Útgefandi Kertész segir að hann hafi andast í nótt eftir að hafa glímt við veikindi um nokkurt skeið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×