Viðskipti innlent

Enn segir Síminn upp fólki

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Tekjur árið 2015 námu 30,4 milljörðum, samanborið við 30,3 milljarða árið 2014.
Tekjur árið 2015 námu 30,4 milljörðum, samanborið við 30,3 milljarða árið 2014. Vísir/Vilhelm
Tíu manns var sagt upp hjá Símanum og dótturfélögum í dag og í gær. Þeir sem sagt var upp starfa víðsvegar í samstæðu Símans. Uppsagnir hafa verið tíðar hjá Símanum það sem af er ári.

Það sem af er ári hefur starfsmönnum fyrirtækjasamstæðu Símans fækkað um 10% vegna hagræðingar og sölu dótturfélaganna Staka og Talenta. Nú um mánaðamótin fækkar stöðugildum um fimmtán hjá samstæðunni, þar af hætta fimm vegna aldurs.

Fjórtán starfsmönnum Símans var sagt upp störfum í janúar og þrettán starfsmönnum var sagt upp í febrúar. Í fyrra tilvikinu sagði Síminn að mikilvægt væri að sníða sér stakk eftir vexti og í seinna tilvikinu sagði Síminn að um væri að ræða áherslubreytingar á rekstri markaðs-og vefdeilda fyrirtækisins.

Í tilkynningu frá Símanum segir að harðnandi samkeppni á fjarskiptamarkaði og hækkandi rekstrarkostnaður kallar á breytingar innan fyrirtækisins. Vöru- og viðskiptaþróunardeild fyrirtækisins hefur verið skipt upp í tvær deildir um núverandi og nýja tekjustrauma og tvær deildir sameinaðar þeirri fyrrnefndu undir nýju nafni, Vöru- og verkefnastýring.

Verður nýja deildin undir stjórn tveggja stjórnenda sem starfi nú þegar hjá Símanum, Ásu Rún Björnsdóttir ogg Guðlaugs Eyjólfssonar.Hagnaður Símans á síðasta ári nam 2.875 milljónum króna og lækkaði um 399 milljónir milli ára.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×