Erlent

Aukið vændi í Danmörku

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Aukin samkeppni á vændismarkaði hefur kallað á meiri sýnileika vændiskvenna.
Aukin samkeppni á vændismarkaði hefur kallað á meiri sýnileika vændiskvenna. Nordicphotos/AFP
Borgarfulltrúar í Ráðhúsinu í Kaupmannahöfn hvetja ríkisstjórnina til að herða aðgerðir gegn auknu vændi á götum úti. Samkvæmt frétt Politiken hafa samtökin Hope Now og Reden International greint frá fleiri vændiskonum á götum borgarinnar. Vegna aukinnar samkeppni eru þær farnar að leita viðskiptavina á Ráðhústorginu og Strikinu auk annarra staða.

Haft er eftir einum borgarfulltrúanna að hjálpa þurfi konunum sem kæra karlana sem gera þær út. Nú séu þær bara sendar á þann stað sem þær komu frá. Þar séu þær ekki öruggar fyrir þeim sem sendu þær í vændið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×