Erlent

Færri fylgjast með netnotkun

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Hið opinbera dregur úr eftirliti með netnotkun.
Hið opinbera dregur úr eftirliti með netnotkun. Vísir/Getty
Sveitarfélögum og opinberum stofnunum sem láta fyrirtæki skoða netnotkun Svía hefur fækkað, hálfu ári eftir að sænska blaðið Dagens Nyheter greindi frá málinu.

Samkvæmt frétt Dagens Nyheter innihéldu opinberu vefsíðurnar leitaraðgerðir sem kortlögðu netnotkun Svía í smáatriðum. Upplýsingarnar voru sendar erlendum fyrirtækjum sem notuðu þær vegna auglýsingasölu. Alls voru 86 prósent sveitarfélaganna með slíkar leitaraðgerðir á vefsíðum sínum og 53 prósent ýmissa annarra opinberra aðila. Nú eru 43 prósent sveitarfélaganna með slíka leitaraðgerð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×