Springsteen aflýsir tónleikum til að berjast gegn „salernislögunum“ Bjarki Ármannsson skrifar 8. apríl 2016 22:18 Bandaríski rokksöngvarinn Bruce Springsteen hefur aflýst tónleikum sínum sem áttu að fara fram í borginni Greensboro í Norður-Karólínuríki um helgina af pólitískum ástæðum. Vísir/Getty Bandaríski rokksöngvarinn Bruce Springsteen hefur aflýst tónleikum sínum sem áttu að fara fram í borginni Greensboro í Norður-Karólínuríki um helgina af pólitískum ástæðum. Springsteen vill með þessu sýna samstöðu með transfólki í ríkinu, sem berst um þessar mundir gegn því sem fjölmiðlar vestanhafs kalla „salernislögin.“Um er að ræða gríðarlega róttækt lagafrumvarp sem ríkið samþykkti í síðustu viku og hefur tvenns konar breytingar í för með sér fyrir transfólk og samkynhneigða. Annars vegar geta veitingastaðir, hótel o.s.frv. nú löglega vísað frá fólki vegna kynhneigðar þeirra og hins vegar er transfólki gert að nota salerni og búningsklefa í samræmi við það kyn sem skráð er á fæðingarvottorði þeirra, ekki því sem þau telja sig tilheyra. Þetta er sérstakt vandamál í Norður-Karólínu þar sem ekki er hægt að breyta skráningu kyns á fæðingarvottorði nema með því að fara í kynleiðréttingaraðgerð.Transtístari nokkur bendir á augljósa vankanta á lögunum.@PatMcCroryNC It's now the law for me to share a restroom with your wife. #HB2 #trans #NorthCarolina #shameonNC pic.twitter.com/4b4OdmfmeN— James P Sheffield (@JayShef) March 24, 2016 Í tilkynningu sem Springsteen sendi frá sér í kvöld segir hann aðdáendum sínum að nú sé tími til að standa með þeim sem berjast gegn þessum lögum, sem hann kallar tilraun til að snúa við þeim árangri sem náðst hefur í að viðurkenna mannréttindi allra borgara landsins. Með það í huga hafi hann ákveðið að aflýsa tónleikunum sem áttu að fara fram á sunnudag. „Sumt skiptir meira máli en rokktónleikar,“ skrifar hann. „Þessi slagur gegn fordómum og þröngsýni er dæmi um það. Þetta er sterkasta vopnið sem ég hef gegn þeim sem halda áfram að ýta okkur aftur á bak en ekki áfram.“Dæmi um ódauðlegt Springsteen-lag sem íbúar Greensboro munu ekki heyra um helgina: Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Bandaríski rokksöngvarinn Bruce Springsteen hefur aflýst tónleikum sínum sem áttu að fara fram í borginni Greensboro í Norður-Karólínuríki um helgina af pólitískum ástæðum. Springsteen vill með þessu sýna samstöðu með transfólki í ríkinu, sem berst um þessar mundir gegn því sem fjölmiðlar vestanhafs kalla „salernislögin.“Um er að ræða gríðarlega róttækt lagafrumvarp sem ríkið samþykkti í síðustu viku og hefur tvenns konar breytingar í för með sér fyrir transfólk og samkynhneigða. Annars vegar geta veitingastaðir, hótel o.s.frv. nú löglega vísað frá fólki vegna kynhneigðar þeirra og hins vegar er transfólki gert að nota salerni og búningsklefa í samræmi við það kyn sem skráð er á fæðingarvottorði þeirra, ekki því sem þau telja sig tilheyra. Þetta er sérstakt vandamál í Norður-Karólínu þar sem ekki er hægt að breyta skráningu kyns á fæðingarvottorði nema með því að fara í kynleiðréttingaraðgerð.Transtístari nokkur bendir á augljósa vankanta á lögunum.@PatMcCroryNC It's now the law for me to share a restroom with your wife. #HB2 #trans #NorthCarolina #shameonNC pic.twitter.com/4b4OdmfmeN— James P Sheffield (@JayShef) March 24, 2016 Í tilkynningu sem Springsteen sendi frá sér í kvöld segir hann aðdáendum sínum að nú sé tími til að standa með þeim sem berjast gegn þessum lögum, sem hann kallar tilraun til að snúa við þeim árangri sem náðst hefur í að viðurkenna mannréttindi allra borgara landsins. Með það í huga hafi hann ákveðið að aflýsa tónleikunum sem áttu að fara fram á sunnudag. „Sumt skiptir meira máli en rokktónleikar,“ skrifar hann. „Þessi slagur gegn fordómum og þröngsýni er dæmi um það. Þetta er sterkasta vopnið sem ég hef gegn þeim sem halda áfram að ýta okkur aftur á bak en ekki áfram.“Dæmi um ódauðlegt Springsteen-lag sem íbúar Greensboro munu ekki heyra um helgina:
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira