Eggert um aflandsfélagið: "Hefur kostað mig afskaplega leiðinlega og erfiða lífsreynslu“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. apríl 2016 18:11 Eggert Skúlason vísir/gva „Refsingin er aðallega sú að vera tengdur við þennan lista. Ég hef verið sakaður um tvennt núna sem er víst alvarlegast í íslensku samfélagi. Það er annars vegar þetta og svo að vera framsóknarmaður. Ég er saklaus af báðu,“ segir Eggert Skúlason, ritstjóri DV, en nafn hans er að finna í Panama-skjölunum svokölluðu. Eggert ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segir Landsbankann hafa ráðlagt sér að stofna félag erlendis, en að hann hafi talið að það væri staðsett í Lúxemborg. „Það er félag sem svo síðar kom í ljós að var statt á þessari margfrægu eyju,“ segir hann. Hann segir sérstakan saksóknara hafa rannsakað málið þar sem hann var látinn gera grein fyrir sínum hlutum. Málið hafi á endanum verið látið niður falla. „Ég er búinn að fara í gegnum hakkavélina. Fór í skattrannsókn og það var mjög erfið upplifun. Ég taldi félagið fram, gerði grein fyrir því, greiddi skatt af þeim tekjum sem ég hafði af því, voru ekki háar upphæðir,“ segir Eggert. Því hafi það ekki komið sér á óvart þegar nafn hans birtist í þessum skjölum. Eggert segir að um hafi verið að ræða félag sem hélt utan um svokallaða PR starfsemi, eða almannatengsl, og að það hafi ekki haft mikil umsvif. „En hefur kostað mig afskaplega leiðinlega og erfiða lífsreynslu.“ Viðtalið við Eggert í heild má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Eggert, Finnur og Róbert í minnispunktum Jóhannesar Kr. Listi með nöfnum Íslendinga var birtur í sænska fréttaskýringaþættinum Uppdrag Granskning í gærkvöldi. 7. apríl 2016 13:02 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Refsingin er aðallega sú að vera tengdur við þennan lista. Ég hef verið sakaður um tvennt núna sem er víst alvarlegast í íslensku samfélagi. Það er annars vegar þetta og svo að vera framsóknarmaður. Ég er saklaus af báðu,“ segir Eggert Skúlason, ritstjóri DV, en nafn hans er að finna í Panama-skjölunum svokölluðu. Eggert ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann segir Landsbankann hafa ráðlagt sér að stofna félag erlendis, en að hann hafi talið að það væri staðsett í Lúxemborg. „Það er félag sem svo síðar kom í ljós að var statt á þessari margfrægu eyju,“ segir hann. Hann segir sérstakan saksóknara hafa rannsakað málið þar sem hann var látinn gera grein fyrir sínum hlutum. Málið hafi á endanum verið látið niður falla. „Ég er búinn að fara í gegnum hakkavélina. Fór í skattrannsókn og það var mjög erfið upplifun. Ég taldi félagið fram, gerði grein fyrir því, greiddi skatt af þeim tekjum sem ég hafði af því, voru ekki háar upphæðir,“ segir Eggert. Því hafi það ekki komið sér á óvart þegar nafn hans birtist í þessum skjölum. Eggert segir að um hafi verið að ræða félag sem hélt utan um svokallaða PR starfsemi, eða almannatengsl, og að það hafi ekki haft mikil umsvif. „En hefur kostað mig afskaplega leiðinlega og erfiða lífsreynslu.“ Viðtalið við Eggert í heild má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Eggert, Finnur og Róbert í minnispunktum Jóhannesar Kr. Listi með nöfnum Íslendinga var birtur í sænska fréttaskýringaþættinum Uppdrag Granskning í gærkvöldi. 7. apríl 2016 13:02 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Eggert, Finnur og Róbert í minnispunktum Jóhannesar Kr. Listi með nöfnum Íslendinga var birtur í sænska fréttaskýringaþættinum Uppdrag Granskning í gærkvöldi. 7. apríl 2016 13:02