Jürgen Klopp snéri aftur á sinn gamla heimavöll í Dortmund í kvöld og fer heim til Liverpool með jafntefli í farteskinu.
Hann fékk frábærar móttökur hjá fólkinu í Dortmund og þakkaði vel fyrir sig í leikslok. Knúsaði alla leikmenn Dortmund og klappaði fyrir áhorfendum.
Divock Origi kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik en Mats Hummels náði að jafna í upphafi þeim síðari.
Þrátt fyrir ágæt tilþrif hjá báðum liðum þá náðu þau ekki að bæta við liðum.
Þetta var fyrri leikur liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar og Liverpool stendur ansi vel að vígi.
Jafntefli í heimkomu Klopp
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“
Íslenski boltinn



Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag
Enski boltinn

„Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“
Íslenski boltinn




