Maðurinn Ove er krúttlegur fýlupúki Atli Sigurjónsson skrifar 7. apríl 2016 10:30 Kvikmyndir Maður sem heitir Ove Leikstjóri og handritshöfundur: Hannes Holm Byggð á bók eftir: Fredrik Backman Aðalleikarar: Rolf Lassgård, Zozan Akgün, Tobias Almborg, Filip Berg Maður sem heitir Ove er byggð á samnefndri metsöluskáldsögu um hinn annálaða fýlupúka Ove. Hann var formaður húsfélagsins í hverfinu en missti stöðu sína, samt lætur hann áfram eins og ekkert hafi í skorist og vasast enn þá í öllum hverfismálum. Ove missti auk þess nýverið konuna sína og í upphafi myndar er honum sagt upp vinnu sinni til 43 ára. Eftir allt þetta ákveður Ove að fyrirfara sér en er ítrekað truflaður þegar hann reynir það, á meðan á því stendur eignast hann líka nýja nágranna sem fá hann til að líta bjartari augum á lífið. Hér er á ferðinni mynd sem virkar í fyrstu mjög augljós, klisjukennd og fyrirsjáanleg og sá grunur reynist réttur. Auk þess er stígandin í myndinni frekar brokkgeng, kannski af því að myndin er byggð á bók þar sem aðeins önnur lögmál gilda en í kvikmyndum, og myndin nær ekki alveg að losna úr viðjum bókarinnar. En þrátt fyrir þessa galla nær Maður sem heitir Ove til manns. Hún er ágætlega leikin, fagmannlega gerð og stundum fyndin en fyrst og fremst er hún þó krúttleg. Þessir kostir ná að gera myndina ágætlega skemmtilega. Hún slagar í hátt í tvo tíma en maður finnur ekki svo mikið fyrir því þó vissulega hefði mátt stytta hana aðeins. Efniviðurinn minnir um margt á As good as it gets og má segja að hér sé á ferðinni krúttlegri skandinavísk útgáfa af þeirri sögu. Ove er jafnvel enn meiri fýlupúki en persóna Jacks Nicholson í As good as it gets. Maður sem heitir Ove er ekki nærri því eins góð og sú mynd, kannski út af því að Ove verður viðkunnanlegri en persóna Nicholson þar sem hegðun hans er betur réttlætt hér þar sem við fáum að kynnast fortíð hans og skilja smá saman hvernig Ove varð eins og hann er, sem gerir hann eiginlega minna spennandi karakter. Rolf Lassgård stendur sig samt ágætlega í aðalhlutverkinu og tekst að glæða þennan annars fremur stereótýpíska karakter lífi. Maður sem heitir Ove virðist ekki vera að segja eitthvað mikið meira en að jafnvel örgustu fýlupúkar geti verið vænstu menn inn við beinið og að allir eigi að fá tækifæri. Þetta er hvorki sérlega frumleg né djúp bíómynd og hún skilur lítið eftir sig. En hún er heldur ekki að reyna að vera neitt mikið meira en hún er og þessi skortur á tilgerð er kannski helsti kostur hennar, en um leið ákveðinn löstur þar sem myndin nær aldrei neinu rosalega flugi, en heldur aldrei mikilli lægð. Hún er ágætis „krádplíser“, en lítið meira en það. Nú hefur undirritaður ekki lesið bókina sem myndin er byggð á en telur þó líklegt að aðdáendur hennar muni ekki verða fyrir vonbrigðum. Niðurstaða: Krúttlegur lítill krádplíser sem tekur sig ekki of hátíðlega en tekur heldur enga sjensa. Ágæt skemmtun meðan hún varir en skilur lítið eftir sig. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. apríl Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Kvikmyndir Maður sem heitir Ove Leikstjóri og handritshöfundur: Hannes Holm Byggð á bók eftir: Fredrik Backman Aðalleikarar: Rolf Lassgård, Zozan Akgün, Tobias Almborg, Filip Berg Maður sem heitir Ove er byggð á samnefndri metsöluskáldsögu um hinn annálaða fýlupúka Ove. Hann var formaður húsfélagsins í hverfinu en missti stöðu sína, samt lætur hann áfram eins og ekkert hafi í skorist og vasast enn þá í öllum hverfismálum. Ove missti auk þess nýverið konuna sína og í upphafi myndar er honum sagt upp vinnu sinni til 43 ára. Eftir allt þetta ákveður Ove að fyrirfara sér en er ítrekað truflaður þegar hann reynir það, á meðan á því stendur eignast hann líka nýja nágranna sem fá hann til að líta bjartari augum á lífið. Hér er á ferðinni mynd sem virkar í fyrstu mjög augljós, klisjukennd og fyrirsjáanleg og sá grunur reynist réttur. Auk þess er stígandin í myndinni frekar brokkgeng, kannski af því að myndin er byggð á bók þar sem aðeins önnur lögmál gilda en í kvikmyndum, og myndin nær ekki alveg að losna úr viðjum bókarinnar. En þrátt fyrir þessa galla nær Maður sem heitir Ove til manns. Hún er ágætlega leikin, fagmannlega gerð og stundum fyndin en fyrst og fremst er hún þó krúttleg. Þessir kostir ná að gera myndina ágætlega skemmtilega. Hún slagar í hátt í tvo tíma en maður finnur ekki svo mikið fyrir því þó vissulega hefði mátt stytta hana aðeins. Efniviðurinn minnir um margt á As good as it gets og má segja að hér sé á ferðinni krúttlegri skandinavísk útgáfa af þeirri sögu. Ove er jafnvel enn meiri fýlupúki en persóna Jacks Nicholson í As good as it gets. Maður sem heitir Ove er ekki nærri því eins góð og sú mynd, kannski út af því að Ove verður viðkunnanlegri en persóna Nicholson þar sem hegðun hans er betur réttlætt hér þar sem við fáum að kynnast fortíð hans og skilja smá saman hvernig Ove varð eins og hann er, sem gerir hann eiginlega minna spennandi karakter. Rolf Lassgård stendur sig samt ágætlega í aðalhlutverkinu og tekst að glæða þennan annars fremur stereótýpíska karakter lífi. Maður sem heitir Ove virðist ekki vera að segja eitthvað mikið meira en að jafnvel örgustu fýlupúkar geti verið vænstu menn inn við beinið og að allir eigi að fá tækifæri. Þetta er hvorki sérlega frumleg né djúp bíómynd og hún skilur lítið eftir sig. En hún er heldur ekki að reyna að vera neitt mikið meira en hún er og þessi skortur á tilgerð er kannski helsti kostur hennar, en um leið ákveðinn löstur þar sem myndin nær aldrei neinu rosalega flugi, en heldur aldrei mikilli lægð. Hún er ágætis „krádplíser“, en lítið meira en það. Nú hefur undirritaður ekki lesið bókina sem myndin er byggð á en telur þó líklegt að aðdáendur hennar muni ekki verða fyrir vonbrigðum. Niðurstaða: Krúttlegur lítill krádplíser sem tekur sig ekki of hátíðlega en tekur heldur enga sjensa. Ágæt skemmtun meðan hún varir en skilur lítið eftir sig. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. apríl
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira