„Markmiðið er að skapa stöðugleika í stjórnmálunum“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. apríl 2016 22:45 Sigurður og Bjarni í þinghúsinu í kvöld. vísir/ernir „Markmiðið er að skapa stöðugleika í stjórnmálunum sem síðan mun smitast úr í samfélagið,“ sagði verðandi forsætsiráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, í tíufréttum Ríkissjónvarpsins. Tveir ríkisráðsfundir verða á morgun en á þeim fyrri mun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson biðjast lausnar fyrir sig og sína stjórn. Á þeim síðari mun stjórn Sigurðar Inga, stjórn sem varaformaður Vinstri grænna segir „reista á rústum spilltrar stjórnar sem féll fyrir þremur dögum“, taka við. Aðspurður um hvort Sigurður teldi sig njóta nægilegs trausts í samfélaginu til að gegna embætti forsætisráðherra sagði hann að hann vonaðis til þess að traustið muni vaxa eftir því sem á líður. „Það getur vel verið að atburðir undanfarinna daga hafi áhrif [á traust til mín] en það skiptir máli að ég hef alltaf farið rétt með allar staðreyndir. Við ætlum að fara inn í áframhaldandi samstarf á sama sáttmála og klára stóru verkefnin sem skipta þjóðina mestu máli,“ segir Sigurður. Lilja Alfreðsdóttir verður ráðherra flokksins en ekki er enn ljóst við hvaða embætti hún tekur. Hún var tilnefnd af formanni flokksins, og fráfarandi forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. „Það er þannig í Framsóknarflokknum að formaður hans leggur til ráðherraskipanina og hún var samþykkt af flokknum,“ sagði Sigurður. Hann bætti við að Lilja væri mjög öflug og þingmenn flokksins þekki hana vel af öflugum störfum hennar úr ráðuneytinu. „Við treystum henni vel til allra verka.“ Alþingi Tengdar fréttir Sigurður Ingi næsti forsætisráðherra Niðurstaða liggur fyrir í viðræðum stjórnarflokkanna en þingflokkarnir eiga eftir að funda. 6. apríl 2016 18:07 Kjörtímabilið stytt um eitt löggjafarþing Ríkisstjórnarsamstarfið heldur áfram en kosningar fara fram síðla sumars eða snemma í haust. 6. apríl 2016 21:25 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Markmiðið er að skapa stöðugleika í stjórnmálunum sem síðan mun smitast úr í samfélagið,“ sagði verðandi forsætsiráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, í tíufréttum Ríkissjónvarpsins. Tveir ríkisráðsfundir verða á morgun en á þeim fyrri mun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson biðjast lausnar fyrir sig og sína stjórn. Á þeim síðari mun stjórn Sigurðar Inga, stjórn sem varaformaður Vinstri grænna segir „reista á rústum spilltrar stjórnar sem féll fyrir þremur dögum“, taka við. Aðspurður um hvort Sigurður teldi sig njóta nægilegs trausts í samfélaginu til að gegna embætti forsætisráðherra sagði hann að hann vonaðis til þess að traustið muni vaxa eftir því sem á líður. „Það getur vel verið að atburðir undanfarinna daga hafi áhrif [á traust til mín] en það skiptir máli að ég hef alltaf farið rétt með allar staðreyndir. Við ætlum að fara inn í áframhaldandi samstarf á sama sáttmála og klára stóru verkefnin sem skipta þjóðina mestu máli,“ segir Sigurður. Lilja Alfreðsdóttir verður ráðherra flokksins en ekki er enn ljóst við hvaða embætti hún tekur. Hún var tilnefnd af formanni flokksins, og fráfarandi forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. „Það er þannig í Framsóknarflokknum að formaður hans leggur til ráðherraskipanina og hún var samþykkt af flokknum,“ sagði Sigurður. Hann bætti við að Lilja væri mjög öflug og þingmenn flokksins þekki hana vel af öflugum störfum hennar úr ráðuneytinu. „Við treystum henni vel til allra verka.“
Alþingi Tengdar fréttir Sigurður Ingi næsti forsætisráðherra Niðurstaða liggur fyrir í viðræðum stjórnarflokkanna en þingflokkarnir eiga eftir að funda. 6. apríl 2016 18:07 Kjörtímabilið stytt um eitt löggjafarþing Ríkisstjórnarsamstarfið heldur áfram en kosningar fara fram síðla sumars eða snemma í haust. 6. apríl 2016 21:25 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Sigurður Ingi næsti forsætisráðherra Niðurstaða liggur fyrir í viðræðum stjórnarflokkanna en þingflokkarnir eiga eftir að funda. 6. apríl 2016 18:07
Kjörtímabilið stytt um eitt löggjafarþing Ríkisstjórnarsamstarfið heldur áfram en kosningar fara fram síðla sumars eða snemma í haust. 6. apríl 2016 21:25