Kjörtímabilið stytt um eitt löggjafarþing Jóhann Óli eiðsson skrifar 6. apríl 2016 21:25 Sigurður Ingi og Bjarni tilkynna fréttamönnum niðurstöðu sína. vísir/ernir Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verður enn við völd fram á haust en þá verður þing rofið og gengið til kosningar. Nákvæmur kjördagur liggur ekki fyrir. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar, verðandi forsætisráðherra, og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, á Alþingi nú áðan. „Samkomulag náðist okkar í milli að halda ríkisstjórnarsamstarfi áfram á grundvelli sömu verkaskiptingar. Það liggur fyrir skýr, stór meirihluti fyrir áframhaldandi samstarfi,“ sagði Bjarni Benediktsson. Ríkisstjórnin mun starfa áfram eftir sama stjórnarsáttmála og flokkarnir munu halda sínum ráðherraembættum. Í máli ráðherranna kom fram að afnám gjaldeyrishafta væri stærsta þingmálið sem ætti eftir að afgreiða en það kæmi inn í þingið eftir tvær til þrjár vikur. „Við ætlum að stíga viðbótarskref til að virkja lýðræðið og koma til móts við stöðuna sem hefur myndast. Við hyggjumst stefna að því að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafarþing og halda kosningar í haust. Nákvæm dagsetning veltur á framvindu þingmála,“ sagði Bjarni. Stytting um eitt löggjafarþing þýðir að kosið verður mjög snemma í haust eða síðla sumars.Utanþingsráðherra tilnefndur af Sigmundi Davíð „Það sem er mikilvægast er að ríkisstjórnin heldur áfram að vinna að þeim glæsilegu, stóru verkefnum sem við höfum unnið að. Við munum leggja áherslu á stóru málin fram að kosningum,“ sagði verðandi forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson. Í máli hans kom fram að algjör eining sé innan þingflokks Framsóknarflokksins með breytingarnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður óbreyttur þingmaður en inn í ríkisstjórnina kemur Lilja Alfreðsdóttir sem að undanförnu hefur starfað sem efnahagslegur ráðgjafi fráfarandi forsætisráðherra. Það var tillaga Sigmundar að Lilja tæki við ráðherraembætti. Ekki liggur fyrir við hvaða embætti hún mun taka eða hvort frekari breytingar verði á ráðherraksipan Framsóknarflokksins. Aðspurður um hvort ekki hefði komið til greina að rjúfa þing núna svaraði Bjarni því að svo hefði ekki verið. „Stjórnarandstaðan er í rusli og enginn flokkanna er að mælast vel. Það er einn flokkur sem mælist vel tímabundið.“ Stjórnarandstaðan hefur boðað vantrausts- og þingrofstillögu á stjórnina. „Við munum svara þeirri tillögu með atkvæðum 38 stjórnarþingmanna.“ Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Ótrúleg uppákoma: Höskuldur leysti frá skjóðunni á undan áætlun Þingmaður Framsóknarflokksins hélt að fjölmiðlamenn vissu um niðurstöðu fundarins. 6. apríl 2016 21:00 Sigurður Ingi næsti forsætisráðherra Niðurstaða liggur fyrir í viðræðum stjórnarflokkanna en þingflokkarnir eiga eftir að funda. 6. apríl 2016 18:07 Lilja Alfreðsdóttir ráðherraefni Framsóknar Sigurður Ingi Jóhannsson verður næsti forsætisráðherra. 6. apríl 2016 20:33 Sigmundi líst „mjög vel“ á að verða óbreyttur þingmaður Ráðherrar eru mættir í Alþingishúið. 6. apríl 2016 19:07 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks verður enn við völd fram á haust en þá verður þing rofið og gengið til kosningar. Nákvæmur kjördagur liggur ekki fyrir. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga Jóhannssonar, verðandi forsætisráðherra, og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, á Alþingi nú áðan. „Samkomulag náðist okkar í milli að halda ríkisstjórnarsamstarfi áfram á grundvelli sömu verkaskiptingar. Það liggur fyrir skýr, stór meirihluti fyrir áframhaldandi samstarfi,“ sagði Bjarni Benediktsson. Ríkisstjórnin mun starfa áfram eftir sama stjórnarsáttmála og flokkarnir munu halda sínum ráðherraembættum. Í máli ráðherranna kom fram að afnám gjaldeyrishafta væri stærsta þingmálið sem ætti eftir að afgreiða en það kæmi inn í þingið eftir tvær til þrjár vikur. „Við ætlum að stíga viðbótarskref til að virkja lýðræðið og koma til móts við stöðuna sem hefur myndast. Við hyggjumst stefna að því að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafarþing og halda kosningar í haust. Nákvæm dagsetning veltur á framvindu þingmála,“ sagði Bjarni. Stytting um eitt löggjafarþing þýðir að kosið verður mjög snemma í haust eða síðla sumars.Utanþingsráðherra tilnefndur af Sigmundi Davíð „Það sem er mikilvægast er að ríkisstjórnin heldur áfram að vinna að þeim glæsilegu, stóru verkefnum sem við höfum unnið að. Við munum leggja áherslu á stóru málin fram að kosningum,“ sagði verðandi forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson. Í máli hans kom fram að algjör eining sé innan þingflokks Framsóknarflokksins með breytingarnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður óbreyttur þingmaður en inn í ríkisstjórnina kemur Lilja Alfreðsdóttir sem að undanförnu hefur starfað sem efnahagslegur ráðgjafi fráfarandi forsætisráðherra. Það var tillaga Sigmundar að Lilja tæki við ráðherraembætti. Ekki liggur fyrir við hvaða embætti hún mun taka eða hvort frekari breytingar verði á ráðherraksipan Framsóknarflokksins. Aðspurður um hvort ekki hefði komið til greina að rjúfa þing núna svaraði Bjarni því að svo hefði ekki verið. „Stjórnarandstaðan er í rusli og enginn flokkanna er að mælast vel. Það er einn flokkur sem mælist vel tímabundið.“ Stjórnarandstaðan hefur boðað vantrausts- og þingrofstillögu á stjórnina. „Við munum svara þeirri tillögu með atkvæðum 38 stjórnarþingmanna.“
Alþingi Panama-skjölin Tengdar fréttir Ótrúleg uppákoma: Höskuldur leysti frá skjóðunni á undan áætlun Þingmaður Framsóknarflokksins hélt að fjölmiðlamenn vissu um niðurstöðu fundarins. 6. apríl 2016 21:00 Sigurður Ingi næsti forsætisráðherra Niðurstaða liggur fyrir í viðræðum stjórnarflokkanna en þingflokkarnir eiga eftir að funda. 6. apríl 2016 18:07 Lilja Alfreðsdóttir ráðherraefni Framsóknar Sigurður Ingi Jóhannsson verður næsti forsætisráðherra. 6. apríl 2016 20:33 Sigmundi líst „mjög vel“ á að verða óbreyttur þingmaður Ráðherrar eru mættir í Alþingishúið. 6. apríl 2016 19:07 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Ótrúleg uppákoma: Höskuldur leysti frá skjóðunni á undan áætlun Þingmaður Framsóknarflokksins hélt að fjölmiðlamenn vissu um niðurstöðu fundarins. 6. apríl 2016 21:00
Sigurður Ingi næsti forsætisráðherra Niðurstaða liggur fyrir í viðræðum stjórnarflokkanna en þingflokkarnir eiga eftir að funda. 6. apríl 2016 18:07
Lilja Alfreðsdóttir ráðherraefni Framsóknar Sigurður Ingi Jóhannsson verður næsti forsætisráðherra. 6. apríl 2016 20:33
Sigmundi líst „mjög vel“ á að verða óbreyttur þingmaður Ráðherrar eru mættir í Alþingishúið. 6. apríl 2016 19:07