Erlent

Björguðu barni úr tólf metra djúpum brunni

Samúel Karl Ólason skrifar
Björgunarmönnum tókst að bjarga þriggja ára dreng úr um tólf metra djúpum brunni í Kína í síðustu viku. Drengurinn hafði fallið ofan í brunninn í gegnum þröngt gat, þar sem hann var við leik. Björgunaraðgerðirnar tóku um tvo tíma.

Drengurinn var ringlaður en annars óskaddaður eftir fallið og veruna í brunninum.

Samkvæmt Wilx.com dældu slökkviliðsmenn súrefni ofan í brunninn og sérstakt tæki var notað til að finna hann í brunninum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×