Innlent

Þingflokkur Framsóknar fundar án Sigmundar

Ingvar Haraldsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa
Óformlegur þingflokksfundur Framsóknarflokksins stendur nú yfir í Alþingishúsinu.
Óformlegur þingflokksfundur Framsóknarflokksins stendur nú yfir í Alþingishúsinu. Vísir
Óformlegur þingflokksfundur Framsóknarmanna hófst í þinghúsinu fyrir um klukkutíma. Sigmundur Davíð var ekki á honum í fyrstu en samkvæmt heimildum fréttastofu var hann ekki boðaður til fundarins fyrr en klukkutími var liðinn af honum.

Á leið sinni til fundarins lét Sigmundur Davíð hafa eftirfarandi eftir sér:

„Kíktu bara á Facebook, það er oft jafnvel betri heimild en sumt sem að maður heyrir á blaðamannafundum,“ sagði hann spurður hvort Bjarni Benediktsson fjármálaráðaherra væri sammála beiðni Sigmundar að rjúfa þing.

Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er ekki sáttur við þá stöðu sem komin er upp og sagði Sigmund ekki hafa látið aðra þingmenn Framsóknarflokksins vita um áform sín um þingrof, hvorki í dag né á þingflokksfundi í gær.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór á fund forseta Íslands í hádeginu þar sem hann óskaði eftir heimild til þingrofs, nú eða síðar.

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands varð ekki við þeirri ósk forsætisráðherra. Sagði hann að áður en að hann gæti orðið að þeirri ósk yrði hann að ræða við forystumenn aðra þingflokka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×