Óborganleg snilld á ferð 6. apríl 2016 09:00 Þrír af fjórum leikurum sýningarinnar Góði dátinn Svejk og Hasek vinur hans: Karl Ágúst Úlfsson leikur Hasek og Eyvindur Karlsson leikur Stepanek, ritara hans. Yfir þeim stendur sjálfur Svejk, leikinn af Hannesi Óla Ágústssyni. Á myndina vantar Þórunni Lárusdóttur sem leikur eiginkonu Haseks. MYND/ANTON BRINK Ævintýrið um góða dátann Svejk hefur lifað góðu lífi með þjóðinni frá því bókin kom út í íslenskri þýðingu Karls Ísfelds snemma á fimmta áratug síðustu aldar. Um helgina frumsýnir Gaflaraleikhúsið gleðiharmleikinn Góði dátinn Svejk og Hasek vinur hans eftir Karl Ágúst Úlfsson en verkið er byggt á ævi höfundarins, Jaroslavs Haseks og skáldsögunni ástsælu. Sjálfur var Karl Ágúst þrettán ára þegar hann kynntist Svejk fyrst en þá lék hann í sýningu Brúarlandsskóla í Mosfellssveit á leikgerð sem hafði verið leikin í Þjóðleikhúsinu 20 árum áður. „Þessi sýning var vafalaust mikill örlagavaldur í lífi mínu því þarna datt mér í fyrsta sinn í hug að hægt væri að vera leikari að atvinnu. Þegar sýningum lauk náði ég mér í bókina á bókasafninu og las hana upp til agna. Og þá urðu önnur straumhvörf. Ég skynjaði strax við fyrsta lestur að þarna var einhver óborganleg snilld á ferðinni. Síðar heyrði ég Gísla Halldórsson lesa söguna í Ríkisútvarpinu meðan ég var í leiklistarskólanum. Ég var mikill aðdáandi Gísla fyrir en túlkun hans á sögunni dugði nánast til þess að ég tæki hann í guðatölu.“Byrjaði á Facebook Tilurð leikritisins er í stíl við bókina, frekar skondin. Fyrir nokkrum árum skrifaði hann að eigin sögn sakleysislegan status á Facebook. „Hann var einhvern veginn svona: „Á meðan ég hljóp um Elliðaárdalinn hlustaði ég á Gísla Halldórsson lesa Góða dátann Svejk. Gísli: Mikið sakna ég þín. Og Jaroslav: Hvers vegna þurftirðu að drekka þig í hel langt fyrir aldur fram? Heimurinn átti skilið fleiri snilldarverk frá þér.“ Ég ýtti á Post og næstum því samstundis varð til þessi hugmynd: Því ekki að loka þessum hring og stefna okkur öllum saman í einn punkt, mér, Svejk, Hasek, Karli Ísfeld og Gísla? Síðan þá hefur öll þessi vinna átt sér stað og hér erum við í dag.“Skrautlegar persónur Verkið gerist að stórum hluta á þorpskránni í Lipnice í Tékkóslóvakíu en það er þorpið þar sem Hasek eyddi síðustu mánuðunum við að skrifa söguna um Svejk. „Shura konan hans, sem var rússnesk, vaktar hann og reynir að halda honum að verki og ritarinn Stepanek reynir eftir bestu samvisku að skrá niður sögurnar sem streyma út úr þessum fordrukkna snillingi. Persónur skáldsögunnar lifna við innan um gesti kráarinnar og þannig fáum við að kynnast Svejk og öllu því skrautlega galleríi af manneskjum sem varða leið hans í gegnum hildarleik fyrri heimstyrjaldarinnar. En um leið getur Hasek ekki stillt sig um að segja sögur úr eigin lífi og um leið áttum við okkur á því hvað saga Svejks er nátengd ævi og upplifunum Haseks sjálfs.“Karl Ágúst Úlfsson, leikari og höfundur gleðiharmleiksins Góði dátinn Svejk og Hasek vinur hans.MYND/ANTON BRINKMótsagnarkenndur maður Eftir að hafa skoðað ævi rithöfundarins sá Karl Ágúst fljótlega hversu gríðarlega mótsagankennd persóna hann var. „Hann er ekki síður heillandi og spennandi persóna. Fólk er ekki sjálfu sér samkvæmt, það er nú bara þannig, og Hasek lifði lífi þar sem tókust á hugsjónir, tilfinningar, hagsmunir, eigingirni og fíknir svo eitthvað sé nefnt. Allt hafði þetta áhrif á söguna af Svejk.“ Eftir því sem hann kynntist Hasek betur fóru ákveðnir kaflar í bókinni að öðlast nýja merkingu fyrir honum. „Mér finnst samband Svejks og herprestsins endalaust skemmtilegt og finnst það jafnvel stundum ígildi sambands höfundarins og persónunnar, þó að Hasek hafi að vísu verið trúlaus og hefði seint sett sjálfan sig í hlutverk örlagabyttunnar Katz.“Skerandi athugasemdir Bókin nýtur alltaf jafn mikilla vinsælda og nýjar kynslóðir taka ástfóstri við hana. Karl Ágúst segir skýringuna m.a. að leita í Svejk sjálfum, sem sé í raun litli maðurinn sem lifir af þó að hann standi andspænis miskunarlausu kerfi, forheimskuðu bákni sem búið er að missa öll tengsli við mennsku og samlíðan. „Svejk er æðrulaus, einlægur og umhyggjusamur á meðan kerfið er kalt og ósveigjanlegt. En með einfeldningshætti sínum tekst honum að lifa af og gera valdið hlægilegt og kjánalegt. Hann er sá sem alltaf girðir niður um keisarann hversu mjög sem hann reynir að hysja upp um sig. Svejk hefur í rauninni sömu fúnksjón og hirðfíflið, athugasemdir hans og sögur eru oft svo skerandi sárar fyrir valdhafana einmitt fyrir það hvað þær eru einfeldningslegar og stundum næstum út í hött.“Fábjáni eða snillingur? Alveg frá útgáfu bókarinnar hafa menn deilt um það hvort Svejk sé fullkominn fábjáni eða í raun afburða snillingur. „Voru hirðfíflin í gamla daga vitleysingar, eða voru þeir einmitt gáfuðustu menn hirðarinnar? Er flækingur Charlie Chaplins bara kjáni? Kannski. En samt nær hann að opna augu okkar og benda okkur á óvænt samhengi hlutanna. Ég held reyndar að Hasek hafi einmitt ætlast til þess að lesendur hans væru aldrei alveg vissir í sinni sök um það hvort Svejk væri vitleysingur eða bragðarefur. En ef maður skoðar vissa kafla sögunnar, þá hlýtur maður að sannfærast um að maður sem hagar sér svona gagnvart yfirboðurum sínum og segir nákvæmlega þessa hluti í nákvæmlega þessu samhengi - hann er enginn asni.“ Karl Ágúst Úlfsson fer með hlutverk Haseks í sýningunni en Svejk er leikinn af Hannesi Óla Ágústssyni. Aðrir leikarar eru Þórunn Lárusdóttir og Eyvindur Karlsson. Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir. Frumsýning á Góða dátanum Svejk og Hasek vini hans er 10. apríl í Gaflaraleikhúsinu. Nánari upplýsingar má finna á síðunni gaflaraleikhusid.is og á Facebook undir Góði dátinn Svejk. Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ævintýrið um góða dátann Svejk hefur lifað góðu lífi með þjóðinni frá því bókin kom út í íslenskri þýðingu Karls Ísfelds snemma á fimmta áratug síðustu aldar. Um helgina frumsýnir Gaflaraleikhúsið gleðiharmleikinn Góði dátinn Svejk og Hasek vinur hans eftir Karl Ágúst Úlfsson en verkið er byggt á ævi höfundarins, Jaroslavs Haseks og skáldsögunni ástsælu. Sjálfur var Karl Ágúst þrettán ára þegar hann kynntist Svejk fyrst en þá lék hann í sýningu Brúarlandsskóla í Mosfellssveit á leikgerð sem hafði verið leikin í Þjóðleikhúsinu 20 árum áður. „Þessi sýning var vafalaust mikill örlagavaldur í lífi mínu því þarna datt mér í fyrsta sinn í hug að hægt væri að vera leikari að atvinnu. Þegar sýningum lauk náði ég mér í bókina á bókasafninu og las hana upp til agna. Og þá urðu önnur straumhvörf. Ég skynjaði strax við fyrsta lestur að þarna var einhver óborganleg snilld á ferðinni. Síðar heyrði ég Gísla Halldórsson lesa söguna í Ríkisútvarpinu meðan ég var í leiklistarskólanum. Ég var mikill aðdáandi Gísla fyrir en túlkun hans á sögunni dugði nánast til þess að ég tæki hann í guðatölu.“Byrjaði á Facebook Tilurð leikritisins er í stíl við bókina, frekar skondin. Fyrir nokkrum árum skrifaði hann að eigin sögn sakleysislegan status á Facebook. „Hann var einhvern veginn svona: „Á meðan ég hljóp um Elliðaárdalinn hlustaði ég á Gísla Halldórsson lesa Góða dátann Svejk. Gísli: Mikið sakna ég þín. Og Jaroslav: Hvers vegna þurftirðu að drekka þig í hel langt fyrir aldur fram? Heimurinn átti skilið fleiri snilldarverk frá þér.“ Ég ýtti á Post og næstum því samstundis varð til þessi hugmynd: Því ekki að loka þessum hring og stefna okkur öllum saman í einn punkt, mér, Svejk, Hasek, Karli Ísfeld og Gísla? Síðan þá hefur öll þessi vinna átt sér stað og hér erum við í dag.“Skrautlegar persónur Verkið gerist að stórum hluta á þorpskránni í Lipnice í Tékkóslóvakíu en það er þorpið þar sem Hasek eyddi síðustu mánuðunum við að skrifa söguna um Svejk. „Shura konan hans, sem var rússnesk, vaktar hann og reynir að halda honum að verki og ritarinn Stepanek reynir eftir bestu samvisku að skrá niður sögurnar sem streyma út úr þessum fordrukkna snillingi. Persónur skáldsögunnar lifna við innan um gesti kráarinnar og þannig fáum við að kynnast Svejk og öllu því skrautlega galleríi af manneskjum sem varða leið hans í gegnum hildarleik fyrri heimstyrjaldarinnar. En um leið getur Hasek ekki stillt sig um að segja sögur úr eigin lífi og um leið áttum við okkur á því hvað saga Svejks er nátengd ævi og upplifunum Haseks sjálfs.“Karl Ágúst Úlfsson, leikari og höfundur gleðiharmleiksins Góði dátinn Svejk og Hasek vinur hans.MYND/ANTON BRINKMótsagnarkenndur maður Eftir að hafa skoðað ævi rithöfundarins sá Karl Ágúst fljótlega hversu gríðarlega mótsagankennd persóna hann var. „Hann er ekki síður heillandi og spennandi persóna. Fólk er ekki sjálfu sér samkvæmt, það er nú bara þannig, og Hasek lifði lífi þar sem tókust á hugsjónir, tilfinningar, hagsmunir, eigingirni og fíknir svo eitthvað sé nefnt. Allt hafði þetta áhrif á söguna af Svejk.“ Eftir því sem hann kynntist Hasek betur fóru ákveðnir kaflar í bókinni að öðlast nýja merkingu fyrir honum. „Mér finnst samband Svejks og herprestsins endalaust skemmtilegt og finnst það jafnvel stundum ígildi sambands höfundarins og persónunnar, þó að Hasek hafi að vísu verið trúlaus og hefði seint sett sjálfan sig í hlutverk örlagabyttunnar Katz.“Skerandi athugasemdir Bókin nýtur alltaf jafn mikilla vinsælda og nýjar kynslóðir taka ástfóstri við hana. Karl Ágúst segir skýringuna m.a. að leita í Svejk sjálfum, sem sé í raun litli maðurinn sem lifir af þó að hann standi andspænis miskunarlausu kerfi, forheimskuðu bákni sem búið er að missa öll tengsli við mennsku og samlíðan. „Svejk er æðrulaus, einlægur og umhyggjusamur á meðan kerfið er kalt og ósveigjanlegt. En með einfeldningshætti sínum tekst honum að lifa af og gera valdið hlægilegt og kjánalegt. Hann er sá sem alltaf girðir niður um keisarann hversu mjög sem hann reynir að hysja upp um sig. Svejk hefur í rauninni sömu fúnksjón og hirðfíflið, athugasemdir hans og sögur eru oft svo skerandi sárar fyrir valdhafana einmitt fyrir það hvað þær eru einfeldningslegar og stundum næstum út í hött.“Fábjáni eða snillingur? Alveg frá útgáfu bókarinnar hafa menn deilt um það hvort Svejk sé fullkominn fábjáni eða í raun afburða snillingur. „Voru hirðfíflin í gamla daga vitleysingar, eða voru þeir einmitt gáfuðustu menn hirðarinnar? Er flækingur Charlie Chaplins bara kjáni? Kannski. En samt nær hann að opna augu okkar og benda okkur á óvænt samhengi hlutanna. Ég held reyndar að Hasek hafi einmitt ætlast til þess að lesendur hans væru aldrei alveg vissir í sinni sök um það hvort Svejk væri vitleysingur eða bragðarefur. En ef maður skoðar vissa kafla sögunnar, þá hlýtur maður að sannfærast um að maður sem hagar sér svona gagnvart yfirboðurum sínum og segir nákvæmlega þessa hluti í nákvæmlega þessu samhengi - hann er enginn asni.“ Karl Ágúst Úlfsson fer með hlutverk Haseks í sýningunni en Svejk er leikinn af Hannesi Óla Ágústssyni. Aðrir leikarar eru Þórunn Lárusdóttir og Eyvindur Karlsson. Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir. Frumsýning á Góða dátanum Svejk og Hasek vini hans er 10. apríl í Gaflaraleikhúsinu. Nánari upplýsingar má finna á síðunni gaflaraleikhusid.is og á Facebook undir Góði dátinn Svejk.
Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira