Tónlistarfólk nýtur meiri virðingar í Þýskalandi Magnús Guðmundsson skrifar 5. apríl 2016 11:30 Sólveig Steinþórsdóttir og Kristinn Örn Kristinsson halda tónleika í kirkju Óháða safnaðarins í kvöld og bjóða alla velkomna. Visir/Vilhelm Sólveig Steinþórsdóttir er ungur fiðluleikari sem stundar nám við Listaháskólann í Berlín. Sólveig hóf fiðlunámið aðeins þriggja ára gömul hjá Lilju Hjaltadóttur við Allegro Suzukitónlistarskólann en í kvöld halda Sólveig og Kristinn Örn Kristinsson, píanóleikari og skólastjóri þessa sama skóla tónleika í kirkju Óháða safnaðarins í Reykjavík. „Ég er núna í námi í Berlín og hef verið þar frá því haustið 2014 en var áður nemandi Guðnýjar Guðmundsdóttur við Tónlistarskólann í Reykjavík. Í kvöld er ég svo að fara að halda þessa tónleika ásamt Kristni svo ég geti nú aðeins sýnt og leyft fólki að heyra hvað ég er búin að vera að læra frá því ég fór til Berlínar. Það er rosalega gaman að vera í listnámi í Berlín enda er það alveg einstök menningarborg. Það er fullt af tónleikum og endalaust af spennandi listviðburðum sem er hægt að fara á þannig að það er nóg við að vera. Mér finnst vera mikill kostur að vera í umhverfi sem er svona nærandi og menningarlífið er svona fjölbreytt og spennandi.“ Sólveig segir fiðluna og tónlistina hafa heillað allt frá því hún byrjaði að læra, þriggja ára gömul. „Það þurfti ekkert að ýta þessu að mér og ég var alltaf viss um að halda áfram. Í dag er þetta rosalega stór hluti af lífinu því það þýðir ekkert að vera í þessu öðruvísi. Svo það eru æfingar á hverjum degi og alltaf nóg að gera. Það er frí í skólanum akkúrat núna svo ég ákvað að nýta tímann til þess að koma heim og gera eitthvað og þetta eitthvað er auðvitað að spila og halda tónleika. Námið sem ég er í tekur venjulega um sex ár og ég vonast svo eftir að geta starfað úti í framhaldinu. Þannig að ég sé í rauninni fram á að vera talsvert lengi áfram þarna úti. Ísland er ekkert rosalega spennandi sem stendur. Mér finnst einhvern veginn að tónlistarfólk njóti meiri virðingar í Þýskalandi en hér þar sem er oft talað um tónlistina eins og hún sé bara hobbí þó svo auðvita sé líka fólk sem hefur mikinn áhuga. Mér finnst fleiri íslenskir tónlistarmenn í Berlín finna fyrir þessu og því kannski eðlilegt að þeir hugsi um að vera áfram úti.“ Á efnisskránni í kvöld eru sónata nr. 3 eftir Brahms, sónata nr. 4 eftir Ysaÿe og Tambourin Chinois eftir Kreisler. „Það var svo sem engin sérstök ástæða fyrir því að ég valdi þessi verk önnur en að ég er búin að vera að vinna í þeim í vetur og mér finnst gaman að koma með eitthvað sem maður er öruggur með og hlakka mikið til þess að spila í kvöld.“ Menning Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Ísraelar þekkja Eurovision-stuld betur en aðrir Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Sólveig Steinþórsdóttir er ungur fiðluleikari sem stundar nám við Listaháskólann í Berlín. Sólveig hóf fiðlunámið aðeins þriggja ára gömul hjá Lilju Hjaltadóttur við Allegro Suzukitónlistarskólann en í kvöld halda Sólveig og Kristinn Örn Kristinsson, píanóleikari og skólastjóri þessa sama skóla tónleika í kirkju Óháða safnaðarins í Reykjavík. „Ég er núna í námi í Berlín og hef verið þar frá því haustið 2014 en var áður nemandi Guðnýjar Guðmundsdóttur við Tónlistarskólann í Reykjavík. Í kvöld er ég svo að fara að halda þessa tónleika ásamt Kristni svo ég geti nú aðeins sýnt og leyft fólki að heyra hvað ég er búin að vera að læra frá því ég fór til Berlínar. Það er rosalega gaman að vera í listnámi í Berlín enda er það alveg einstök menningarborg. Það er fullt af tónleikum og endalaust af spennandi listviðburðum sem er hægt að fara á þannig að það er nóg við að vera. Mér finnst vera mikill kostur að vera í umhverfi sem er svona nærandi og menningarlífið er svona fjölbreytt og spennandi.“ Sólveig segir fiðluna og tónlistina hafa heillað allt frá því hún byrjaði að læra, þriggja ára gömul. „Það þurfti ekkert að ýta þessu að mér og ég var alltaf viss um að halda áfram. Í dag er þetta rosalega stór hluti af lífinu því það þýðir ekkert að vera í þessu öðruvísi. Svo það eru æfingar á hverjum degi og alltaf nóg að gera. Það er frí í skólanum akkúrat núna svo ég ákvað að nýta tímann til þess að koma heim og gera eitthvað og þetta eitthvað er auðvitað að spila og halda tónleika. Námið sem ég er í tekur venjulega um sex ár og ég vonast svo eftir að geta starfað úti í framhaldinu. Þannig að ég sé í rauninni fram á að vera talsvert lengi áfram þarna úti. Ísland er ekkert rosalega spennandi sem stendur. Mér finnst einhvern veginn að tónlistarfólk njóti meiri virðingar í Þýskalandi en hér þar sem er oft talað um tónlistina eins og hún sé bara hobbí þó svo auðvita sé líka fólk sem hefur mikinn áhuga. Mér finnst fleiri íslenskir tónlistarmenn í Berlín finna fyrir þessu og því kannski eðlilegt að þeir hugsi um að vera áfram úti.“ Á efnisskránni í kvöld eru sónata nr. 3 eftir Brahms, sónata nr. 4 eftir Ysaÿe og Tambourin Chinois eftir Kreisler. „Það var svo sem engin sérstök ástæða fyrir því að ég valdi þessi verk önnur en að ég er búin að vera að vinna í þeim í vetur og mér finnst gaman að koma með eitthvað sem maður er öruggur með og hlakka mikið til þess að spila í kvöld.“
Menning Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Ísraelar þekkja Eurovision-stuld betur en aðrir Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira