Selur Sunnubúð í Hlíðunum: „Þetta er bara orðinn svo erfiður bisness“ Sæunn Gísladóttir skrifar 4. apríl 2016 07:00 Eysteinn Sigurðsson hefur rekið Sunnubúð í sjö ár, en verslunin verður 65 ára í vor. vísir/valli Samkaup festi um mánaðamótin kaup á Sunnubúð, hverfisbúðinni í Hlíðunum. Þetta staðfestir Eysteinn Sigurðsson, eigandi verslunarinnar. „Þetta er bara orðinn svo erfiður bisness. Þegar Bónus opnar orðið á hverju horni þá hefur litli kaupmaðurinn ekki roð við þessum körlum,“ segir Eysteinn. Búðin verður að sögn Eysteins starfrækt áfram í óbreyttri mynd og með sama nafni. „Hún verður hugsuð til að þjóna hverfinu og það verður óbreyttur opnunartími og óbreytt starfsfólk, nema ég hætti. Svo verður sett upp nýtt kassakerfi og þeir ætla að gera umbætur á versluninni sem eru löngu orðnar tímabærar, svo hún mæti kröfum nútímans varðandi útlit og annað. Þetta kostar allt peninga og það er ekki fyrir karl eins og mig að gera þetta.“ Sunnubúð á sér langa sögu, Eysteinn hefur rekið Sunnubúð í sjö ár en verslunin verður sextíu og fimm ára þann 1. maí næstkomandi. Eysteinn seldi Samkaupum Krambúðina fyrir nokkrum árum og segist treysta forsvarsmönnum Samkaupa vel fyrir Sunnubúðinni. „Þeir gerðu vel með Krambúðina, þessar verslanir eru með mikið sjálfstæði innan Samkaupa og ég ákvað bara að treysta þeim fyrir þessu. Ég verð þarna viðloðandi eitthvað áfram til þess að tryggja það að allt gangi vel fyrir sig og kúnninn verði ánægður áfram, svo að mínir viðskiptavinir verði ekki fyrir einhverjum áföllum. Það er það sem skiptir öllu máli, bæði fyrir mig og fyrir þá, og raunar fyrir alla aðila. Eysteinn er hins vegar ekki sestur í helgan stein. „Ég hef ekki farið í sumarfrí í sjö ár og ætla að byrja á því, svo fer maður á stúfana og finnur sér eitthvað að gera,“ segir Eysteinn Sigurðsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. apríl Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Samkaup festi um mánaðamótin kaup á Sunnubúð, hverfisbúðinni í Hlíðunum. Þetta staðfestir Eysteinn Sigurðsson, eigandi verslunarinnar. „Þetta er bara orðinn svo erfiður bisness. Þegar Bónus opnar orðið á hverju horni þá hefur litli kaupmaðurinn ekki roð við þessum körlum,“ segir Eysteinn. Búðin verður að sögn Eysteins starfrækt áfram í óbreyttri mynd og með sama nafni. „Hún verður hugsuð til að þjóna hverfinu og það verður óbreyttur opnunartími og óbreytt starfsfólk, nema ég hætti. Svo verður sett upp nýtt kassakerfi og þeir ætla að gera umbætur á versluninni sem eru löngu orðnar tímabærar, svo hún mæti kröfum nútímans varðandi útlit og annað. Þetta kostar allt peninga og það er ekki fyrir karl eins og mig að gera þetta.“ Sunnubúð á sér langa sögu, Eysteinn hefur rekið Sunnubúð í sjö ár en verslunin verður sextíu og fimm ára þann 1. maí næstkomandi. Eysteinn seldi Samkaupum Krambúðina fyrir nokkrum árum og segist treysta forsvarsmönnum Samkaupa vel fyrir Sunnubúðinni. „Þeir gerðu vel með Krambúðina, þessar verslanir eru með mikið sjálfstæði innan Samkaupa og ég ákvað bara að treysta þeim fyrir þessu. Ég verð þarna viðloðandi eitthvað áfram til þess að tryggja það að allt gangi vel fyrir sig og kúnninn verði ánægður áfram, svo að mínir viðskiptavinir verði ekki fyrir einhverjum áföllum. Það er það sem skiptir öllu máli, bæði fyrir mig og fyrir þá, og raunar fyrir alla aðila. Eysteinn er hins vegar ekki sestur í helgan stein. „Ég hef ekki farið í sumarfrí í sjö ár og ætla að byrja á því, svo fer maður á stúfana og finnur sér eitthvað að gera,“ segir Eysteinn Sigurðsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. apríl
Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira