Selur Sunnubúð í Hlíðunum: „Þetta er bara orðinn svo erfiður bisness“ Sæunn Gísladóttir skrifar 4. apríl 2016 07:00 Eysteinn Sigurðsson hefur rekið Sunnubúð í sjö ár, en verslunin verður 65 ára í vor. vísir/valli Samkaup festi um mánaðamótin kaup á Sunnubúð, hverfisbúðinni í Hlíðunum. Þetta staðfestir Eysteinn Sigurðsson, eigandi verslunarinnar. „Þetta er bara orðinn svo erfiður bisness. Þegar Bónus opnar orðið á hverju horni þá hefur litli kaupmaðurinn ekki roð við þessum körlum,“ segir Eysteinn. Búðin verður að sögn Eysteins starfrækt áfram í óbreyttri mynd og með sama nafni. „Hún verður hugsuð til að þjóna hverfinu og það verður óbreyttur opnunartími og óbreytt starfsfólk, nema ég hætti. Svo verður sett upp nýtt kassakerfi og þeir ætla að gera umbætur á versluninni sem eru löngu orðnar tímabærar, svo hún mæti kröfum nútímans varðandi útlit og annað. Þetta kostar allt peninga og það er ekki fyrir karl eins og mig að gera þetta.“ Sunnubúð á sér langa sögu, Eysteinn hefur rekið Sunnubúð í sjö ár en verslunin verður sextíu og fimm ára þann 1. maí næstkomandi. Eysteinn seldi Samkaupum Krambúðina fyrir nokkrum árum og segist treysta forsvarsmönnum Samkaupa vel fyrir Sunnubúðinni. „Þeir gerðu vel með Krambúðina, þessar verslanir eru með mikið sjálfstæði innan Samkaupa og ég ákvað bara að treysta þeim fyrir þessu. Ég verð þarna viðloðandi eitthvað áfram til þess að tryggja það að allt gangi vel fyrir sig og kúnninn verði ánægður áfram, svo að mínir viðskiptavinir verði ekki fyrir einhverjum áföllum. Það er það sem skiptir öllu máli, bæði fyrir mig og fyrir þá, og raunar fyrir alla aðila. Eysteinn er hins vegar ekki sestur í helgan stein. „Ég hef ekki farið í sumarfrí í sjö ár og ætla að byrja á því, svo fer maður á stúfana og finnur sér eitthvað að gera,“ segir Eysteinn Sigurðsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. apríl Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Samkaup festi um mánaðamótin kaup á Sunnubúð, hverfisbúðinni í Hlíðunum. Þetta staðfestir Eysteinn Sigurðsson, eigandi verslunarinnar. „Þetta er bara orðinn svo erfiður bisness. Þegar Bónus opnar orðið á hverju horni þá hefur litli kaupmaðurinn ekki roð við þessum körlum,“ segir Eysteinn. Búðin verður að sögn Eysteins starfrækt áfram í óbreyttri mynd og með sama nafni. „Hún verður hugsuð til að þjóna hverfinu og það verður óbreyttur opnunartími og óbreytt starfsfólk, nema ég hætti. Svo verður sett upp nýtt kassakerfi og þeir ætla að gera umbætur á versluninni sem eru löngu orðnar tímabærar, svo hún mæti kröfum nútímans varðandi útlit og annað. Þetta kostar allt peninga og það er ekki fyrir karl eins og mig að gera þetta.“ Sunnubúð á sér langa sögu, Eysteinn hefur rekið Sunnubúð í sjö ár en verslunin verður sextíu og fimm ára þann 1. maí næstkomandi. Eysteinn seldi Samkaupum Krambúðina fyrir nokkrum árum og segist treysta forsvarsmönnum Samkaupa vel fyrir Sunnubúðinni. „Þeir gerðu vel með Krambúðina, þessar verslanir eru með mikið sjálfstæði innan Samkaupa og ég ákvað bara að treysta þeim fyrir þessu. Ég verð þarna viðloðandi eitthvað áfram til þess að tryggja það að allt gangi vel fyrir sig og kúnninn verði ánægður áfram, svo að mínir viðskiptavinir verði ekki fyrir einhverjum áföllum. Það er það sem skiptir öllu máli, bæði fyrir mig og fyrir þá, og raunar fyrir alla aðila. Eysteinn er hins vegar ekki sestur í helgan stein. „Ég hef ekki farið í sumarfrí í sjö ár og ætla að byrja á því, svo fer maður á stúfana og finnur sér eitthvað að gera,“ segir Eysteinn Sigurðsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. apríl
Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira