Erlent

Depp og Heard birta þvingaða afsökunarbeiðni vegna Terrier-málsins

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Frammistaða leikarana í myndbandinu hefur ekki fengið góða dóma á Twitter.
Frammistaða leikarana í myndbandinu hefur ekki fengið góða dóma á Twitter. Vísir/Skjáskot
Amber Heard, eiginkona kvikmyndastjörnunar Johnny Depp, slapp við refsingu fyrir áströlskum rétti í morgun.

Mál hjónanna hefur vakið mikla athygli í Ástralíu síðustu mánuði en þau fluttu hunda sína tvo, Boo og Pistol sem eru af tegundinni yorkshire terrier, til landsins í einkaþotu án þess að láta yfirvöld vita. Slíkt er litið alvarlegum augum í Ástralíu þar sem dýralíf landsins er afar ólíkt því sem gerist annarsstaðar í heiminum og mikið lagt upp úr því að vernda landið fyrir sjúkdómum sem ekki þekkjast þar.

Amber Heard játaði að hafa gerst brotleg við lögin síðastliðinn mánudag. Við komuna til landsins hafði Heard ekki gefið upp að hundarnir væru með í för. Fjölmiðlafulltrúi hennar sagði hana ekki hafa ætlað að ljúga heldur hafi hún verið þreytt eftir flugið og gert ráð fyrir að aðstoðarmenn hennar hefðu afgreitt málið. 

Málið hefur vakið gríðarlega athygli í Ástralíu og verið kallað: The War on Terrier. Eða Stríðið gegn Terrier. 

Í kjölfarið gáfu hjónin út sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau biðjast afsökunar. Hún var tekin upp á myndband. Sjá má afsökunarbeiðnina hér að neðan.

Gert hefur verið stólpagrín að yfirlýsingunni í dag þar sem hún þykir einkar vandræðaleg og þvinguð. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×