ÍSÍ, Styrmir og Samtökin '78 berjast saman gegn fordómum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2016 12:30 Mynd/GayIceland.is Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Íþróttafélagið Styrmir og Samtökin ’78 hafa nú tekið höndum saman um að berjast á móti fordómum gagnvart samkynhneigðum í íslensku íþróttalífi. Mikil umræða hefur verið um hlut samkynhneigðra í íslenskum íþróttum eftir að GayIceland skrifaði um þetta og Kári Garðarsson, þjálfari kvennaliðs Gróttu vakti einnig athygli á þessu málefni í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Akraborginni.Sjá einnig:Kári segist hafa komið óvart út úr skápnum Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Íþróttafélagið Styrmir og Samtökin ’78 hittust á fundi fyrir helgi og þar var farið yfir stöðu mála og það sem þarf að gera til að útrýma fordómum sem þessum út úr íslensku íþróttalífi. Það er fjallað um fundinn á gayiceland.is þar sem er meðal annars talað við Jón Þór Þorleifsson, formann Íþróttafélagsins Styrmis. „Þetta var frábær fundur," sagði Jón Þór í viðtali við Ingibjörgu Rósu á gayiceland.is. „Þetta var samt bara fyrsti fundurinn okkar og þessir hlutir breytast ekki á einni nóttu. Við ætlum engu að síður að stofna til samstarfs um að útrýma fordómum gagnvart samkynhneigðum í íþróttum," sagði Jón Þór en Samtökin ’78 munu meðal annars leggja til fræðsluefnis til íslenskra íþróttafélaga. „Samtökin ’78 eiga fullt af kennsluefni sem er hægt að útfæra fyrir íþróttafélögin. Við munum líklega hittast fljótlega aftur og ákveða næstu skref," sagði Jón Þór.Sjá einnig:Fjöldi íþróttamanna í skápnum „Ég var mjög ánægður með að sjá hvað ÍSÍ hefur þegar útbúið mikið efni gegn fordómum. Þeir hafa sett á laggirnar siðareglur í hverju félagi og fleira. Þetta eru samt risasamtök með þúsundir meðlima og það getur því verið erfitt að fylgja þessu eftir. Við erum samt öll fullkomlega sammála um að það er ekki í lagi að vera með fordóma, hvort sem það er gagnvart samkynhneigðu fólki eða öðrum," sagði Jón Þór. Það er hægt að lesa allt viðtalið og umfjöllun gayiceland.is með því að smella hér. Aðrar íþróttir Íþróttir Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Íþróttafélagið Styrmir og Samtökin ’78 hafa nú tekið höndum saman um að berjast á móti fordómum gagnvart samkynhneigðum í íslensku íþróttalífi. Mikil umræða hefur verið um hlut samkynhneigðra í íslenskum íþróttum eftir að GayIceland skrifaði um þetta og Kári Garðarsson, þjálfari kvennaliðs Gróttu vakti einnig athygli á þessu málefni í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Akraborginni.Sjá einnig:Kári segist hafa komið óvart út úr skápnum Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Íþróttafélagið Styrmir og Samtökin ’78 hittust á fundi fyrir helgi og þar var farið yfir stöðu mála og það sem þarf að gera til að útrýma fordómum sem þessum út úr íslensku íþróttalífi. Það er fjallað um fundinn á gayiceland.is þar sem er meðal annars talað við Jón Þór Þorleifsson, formann Íþróttafélagsins Styrmis. „Þetta var frábær fundur," sagði Jón Þór í viðtali við Ingibjörgu Rósu á gayiceland.is. „Þetta var samt bara fyrsti fundurinn okkar og þessir hlutir breytast ekki á einni nóttu. Við ætlum engu að síður að stofna til samstarfs um að útrýma fordómum gagnvart samkynhneigðum í íþróttum," sagði Jón Þór en Samtökin ’78 munu meðal annars leggja til fræðsluefnis til íslenskra íþróttafélaga. „Samtökin ’78 eiga fullt af kennsluefni sem er hægt að útfæra fyrir íþróttafélögin. Við munum líklega hittast fljótlega aftur og ákveða næstu skref," sagði Jón Þór.Sjá einnig:Fjöldi íþróttamanna í skápnum „Ég var mjög ánægður með að sjá hvað ÍSÍ hefur þegar útbúið mikið efni gegn fordómum. Þeir hafa sett á laggirnar siðareglur í hverju félagi og fleira. Þetta eru samt risasamtök með þúsundir meðlima og það getur því verið erfitt að fylgja þessu eftir. Við erum samt öll fullkomlega sammála um að það er ekki í lagi að vera með fordóma, hvort sem það er gagnvart samkynhneigðu fólki eða öðrum," sagði Jón Þór. Það er hægt að lesa allt viðtalið og umfjöllun gayiceland.is með því að smella hér.
Aðrar íþróttir Íþróttir Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira