Sport

Alþjóðlegu MMA-samtökin með ákall til ríkisstjórna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Joao Carvalho.
Joao Carvalho. mynd/facebook
Alþjóðlegu MMA-samtökin, IMMAF, gáfu frá sér yfirlýsingu á dögunum í kjölfar þess að Portúgalinn Joao Carvalho lést eftir bardaga í Dublin.

Í yfirlýsingunni hvetur IMMAF ríkisstjórnir um allan heim til þess að viðurkenna MMA-samtök í sínu heimalandi svo hægt sé að búa til betri umgjörð í kringum íþróttina.

Sjá einnig: Haraldur: MMA-heimurinn þarf að fara i naflaskoðun

„Þannig er hægt að búa til sömu öruggu umgjörðina fyrir alla. Við viljum að MMA verði lögleitt eins og í Bandaríkjunum og Svíþjóð. Aðeins þannig er hægt að sjá til þess að umgjörðin sé eins og best verður á kosið,“ segir í yfirlýsingunni.

„Þegar það vantar regluverk vegna skorts á viðurkenningu íþróttarinnar þá verður þróunin ekki rétt og öryggi keppenda ekki eins og það á að vera. Það kemur líka í veg fyrir fjármögnun en með meiri fjármögnun er hægt að kaupa betri læknisþjónustu sem og hægt að fræða alla um íþróttina sem er hluti af þróun hennar.“

Sjá einnig: Conor: Sorglegur tími fyrir bardagakappa

Í yfirlýsingunni stendur einnig að harmleikurinn með Carvalho kalli á að gripið verði til aðgerða.

„Það er engin íþrótt í heiminum að vaxa jafn hratt og MMA. Þessi íþrótt er meðal annars blanda af júdó, tækvondó, hnefaleikum, glímu og muay thai þar sem áhersla er á siðareglur, hæfni og gott líkamlegt ástand. Þeir sem koma að íþróttinni skilja að margir eru fáfróðir um íþróttina og eru með úreltar, fyrirfram gefnar hugmyndir um hana. Það ætti samt ekki að koma í veg fyrir að búið sé til betra regluverk um íþróttina.“

MMA

Tengdar fréttir

MMA-bardagakappi lést eftir bardaga í Dublin

Portúgalinn Joao Carvalho barðist á Total Extreme bardagakvöldi í Dublin á laugardag og hlaut mikinn höfuðskaða. Þau leiddu hann að lokum til dauða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×