Erlent

Allar líkur á að Roussef verði sótt til saka

Dilma Roussef, forseti Brasilíu.
Dilma Roussef, forseti Brasilíu. Vísir/Getty
Neðri deild brasilíska þingsins hefur samþykkt með auknum meirihluta, eða tveimur þriðju hluta atkvæða, að hefja vinnu við að sækja sitjandi forseta landsins, Dilmu Rousseff til saka fyrir að fegra ríkisbókhaldið.

Tillagan kemur nú til efri deildar þingsins, eða öldungadeildarinnar. Fastlega er búist við að Dilmu verði þá vikið frá störfum tímabundið á meðan réttað verður í máli hennar. Ef hún verður fundin sek verður henni formlega vikið úr embætti og blásið til forsetakosninga hið fyrsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×