Erlent

Ekkert samkomulag olíuríkja

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Mohammed Saleh al Sada, orku- og iðnaðarmálaráðherra Katar, á blaðamannafundi í Doha í gær.
Mohammed Saleh al Sada, orku- og iðnaðarmálaráðherra Katar, á blaðamannafundi í Doha í gær. vísir/EPA
Ekkert samkomulag tókst á fundi olíuríkja í Katar í gær. Ætlunin var að ná samningi um framleiðsluþak, til að hindra frekari lækkun olíuverðs.

Íran sendi engan fulltrúa á fundinn, en alþjóðlegum refsiaðgerðum var létt af Íran á síðasta ári. Íranir hafa allan hug á að nýta sér þetta tækifæri og halda fast við þá áætlun að auka framleiðsluna upp í fjórar milljónir tunna á dag.

Olíuverð hafði í lok síðasta árs hrunið um 70 prósent frá árinu 2014, eða úr rúmlega hundrað dollurum tunnan niður í rúmlega 30 dollara. Það hefur þó hækkað um 60 prósent frá áramótum og stendur tunnan nú í 45 dollurum.

Fulltrúar Sádi-Arabíu á fundinum gátu ekki sætt sig við fjarveru Írana og því varð ekkert úr frekari fundarhöldum.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×