Erlent

Sex lík fundist í rústum hússins á Tenerife

Húsið var fimm hæðir.
Húsið var fimm hæðir. Vísir/afp
Nú er talið að í það minnsta 6 hafi látið lífið eftir að íbúðahús hrundi á fimmtudag í bænum Los Cristianos á Tenerife. Fjöldi Íslendinga kannast við Tenerife en eyjan er ein af Kanaríeyjum Spánar.

Unnið er að því að bera kennsl á þær fjórar konur og tvo karla sem létu lífið en eins er enn saknað. Einn þeirra látnu er sagður vera Finni. Þrír slösuðust og eru meiðsl þeirra talin alvarleg.

Sjá einnig: Þrír slasaðir og níu saknað eftir að bygging hrundi á Tenerife

Um fimm hæða hús var að ræða en ekki er vitað hversu margir voru inni í húsinu þegar það hrundi, að því er segir í frétt spænska dagblaðsins El País.

Haft er eftir sjónarvottum að áður en að byggingin hrundi hafi heyrst sprenging og fundist gaslykt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×