Innlent

Blása til fundar þegar Sigmundur kemur úr fríi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, þingmaður og formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, þingmaður og formaður Framsóknarflokksins. Vísir/Anton
Landsstjórn Framsóknarflokksins hefur tekið ákvörðun um að halda vorfund miðstjórnar flokksins þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur snúið aftur úr leyfi.

Sjá einnig: Skiptar skoðanir meðal framsóknarráðherra um flokksþing

Þetta var niðurstaða fundar landsstjórnarinnar sem fram fór í gærkvöldi. 14 manns eiga sæti í landsstjórn flokksins; þar með talinn formaður og varaformaður flokksins, formaður þingflokksins, ritari og formenn kjördæmaráða. 

Sigmundur Davíð fór í frí þann 11. apríl síðastliðinn og hugðist nýta leyfið til að funda með Framsóknarmönnum um land allt. Búist er við því að hann komi aftur úr leyfi um mánaðamótin maí/júní. Hjálmar Bogi Hafliðason, fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins í norðausturkjördæmi, tók sæti á Alþingi í hans stað.

Sjá einnig: Sigmundur Davíð farinn í frí

Fram kemur í færslu Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra að framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins hafi verið falið að senda út fundarboð á flokksmenn með nánari upplýsingum á næstunni um fundinn. Eygló vildi ekki ræða við fréttastofu þegar eftir því var leitað.




Tengdar fréttir

Sigmundur Davíð farinn í frí

Fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins í norðausturkjördæmi hefur tekið sæti formannsins á þingi.

Skiptar skoðanir meðal framsóknarráðherra um flokksþing

Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra telur ekki þörf á því að boða til flokksþings framsóknarmanna og kjósa um forystu flokksins. Umhverfisráðherra segir hins vegar sjálfsagt að flýta flokksþingi ef kosningum verður flýtt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×