Innlent

Mannverk hefur til mánudags að svara fyrir Exeter-málið

Bjarki Ármannsson skrifar
Húsið sem stóð við Tryggvagötu 12, og stundum hefur verið kallað Exeter-húsið, var byggt árið 1904.
Húsið sem stóð við Tryggvagötu 12, og stundum hefur verið kallað Exeter-húsið, var byggt árið 1904. Vísir/Anton Brink
Mannverk ehf. hefur frest til mánudags til þess að veita Minjastofnun Íslands frekari upplýsingar um það hvers vegna rúmlega hundrað ára gamalt hús við Tryggvagötu tólf var rifið niður í leyfisleysi fyrr í mánuðinum.

„Minjastofnun sendi erindi til Mannverks í lok síðustu viku og við eigum eftir að fá viðbrögð við því erindi,“ segir Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar. „Þeim er gefinn kostur á að útskýra mál sitt og þeir hafa frest til mánudagsins.“

Borgaryfirvöld hafa kært niðurrif hússins, sem oft er kallað Exeter-húsið, til lögreglu og svo gæti farið að Minjastofnun geri það líka. Kristín segir að ákvörðun verði ekki tekin um það fyrr en frestur Mannverks til að veita frekari svör er runnin út.

Mannverk sendi frá sér tilkynningu til fjölmiðla á miðvikudag þar sem segir að starfsmenn fyrirtækisins hafi talið sig vera innan heimilda við framkvæmdina og að þeir hafi verið í góðri trú um að niðurrifið þess hafi bæði verið væri heimilt og nauðsynlegt við endurbyggingu hússins. Hefur fyrirtækið heitið því að endurbyggja húsið.


Tengdar fréttir

Engar teikningar til af Exeter-húsinu

Starfsfólk fyrirtækisins Mannverks taldi sig vera innan heimilda þegar rúmlega hundrað ára hús við Tryggvagötu 12 var rifið í síðustu viku. Erfitt gæti reynst að endubyggja húsið en engar teikningar eru til af því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×