Bíó og sjónvarp

James Cameron staðfestir fjórar Avatar-myndir

Birgir Olgeirsson skrifar
James Cameron.
James Cameron. Vísir/Getty
Bandaríski leikstjórinn James Cameron hefur tilkynnt að fjórar framhaldsmyndir séu í bígerð sem fylgja eftir atburðunum sem áttu sér stað í stórmyndinni Avatar sem kom út árið 2009.

Hann tilkynnti þetta á CinemaCon-ráðstefnunni í gærkvöldi en myndirnar verða frumsýndar á næstu sjö árum og allar í kringum jólin. Sú fyrsta í röðin árið 2018, svo 2020, því næst 2022 og að lokum 2023.

Hann sagði hverja mynd standa eina og sér en saman mynda þær eina sögu. „Ég hef unnið að þessum með fjórum af bestu handritshöfundunum og hönnuðum sem völ er á til að hanna Avatar-heiminn frekar. Umhverfið, ný samfélög - hvað sem þarf til að glæða það lífi,“ sagði Cameron sem sagði frumhönnunina hafa gert hann orðlausan. 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.