Erlent

Tólf létust í flugslysi í Papúa Nýju Gíneu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Vélin bilaði skömmu fyrir lendingu.
Vélin bilaði skömmu fyrir lendingu. vísir
Tólf létust þegar lítil farþegaflugvél hrapaði skammt frá flugvelli í vesturhluta Papúa Nýju Gíneu síðdegis í gær. Tildrög slyssins eru rakin til vélarbilunar, að því er segir á fréttavef AFP.

Flugvélin var við það að lenda þegar vélin gaf sig, með þeim afleiðingum að hún steyptist niður í mýrlendi nærri flugvellinum í Kiunga. Allir sem voru um borð, þeirra á meðal þrjú börn, létust. Áströlsk yfirvöld segja einn Ástrala hafa verið um borð í vélinni, en að öðru leiti hefur ekki verið greint frá þjóðerni fólksins.

Vélin var á leið frá Oksapmin til Kiunga. Slysið er í rannsókn yfirvalda í Papúa Nýju Gíneu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×