Innlent

Féllust ekki á afskriftir til Reykjanesbæjar

Ingvar Haraldsson skrifar
Kröfuhafar Reykjanesbæjar og Reykjaneshafnar gengu ekki að tillögu um afskriftir af lánum bæjarins.

Bæjarráð fór fram á að kröfuhafar sættust á 6.350 milljóna króna afskriftir. Bæjarráð hafði hótað að óska eftir því að eftirlitsnefnd sveitarfélaga skipaði fjárhagsstjórn yfir bæinn, gengju ekki allir kröfuhafar að tillögunni.

Stefán Árni Auðólfsson, lögmaður helstu kröfuhafa Reykjaneshafnar, segir að tillaga bæjarráðs verði ekki samþykkt óbreytt.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstóri Reykjanesbæjar, útilokar ekki að hægt sé að vinna frekar með tillögur sem kröfuhafar leggi fram en vill ekki tjá sig frekar fyrr en málið verður tekið fyrir á bæjarráðsfundi í dag.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×