Erlent

Ringo Starr aflýsir tónleikum til stuðnings transfólki og samkynhneigðum

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Ringo Starr var í Bítlunum.
Ringo Starr var í Bítlunum. Vísir/Getty
Bítillinn Ringo Starr hefur aflýst tónleikum sínum í bænum Gary í Norður-Karólínu en hann átti að spila þar 18. júní næstkomandi. Starr fylgir þannig í fótspor Bruce Springsteen sem aflýsti tónleikum sínum í síðustu viku í borginni Greensboro sem er í sama ríki.

Í yfirlýsingu frá Ringo Starr segir: „Líkt og Bruce Springsteen og aðrir listamenn þá stendur Ringo með þeim sem berjast gegn þröngsýninni og fordómunum sem felast í HB 2.“

Tónlistarmennirnir vilja með þessu vekja athygli á og mótmæla HB 2, róttæku lagafrumvarpi sem brýtur á réttindum transfólks og samkynhneigðra. Lagafrumvarpið var samþykkt fyrr í mánuðinum og hefur tvenns konar breytingar í för með sér fyrir minnihlutahópana.

Annars vegar geta veitingastaðir, hótel o.s.frv. nú löglega vísað frá fólki vegna kynhneigðar þeirra og hins vegar er transfólki gert að nota salerni og búningsklefa í samræmi við það kyn sem skráð er á fæðingarvottorði þeirra, ekki því sem þau telja sig tilheyra. Í Norður-Karólínu er ekki hægt að breyta skráningu kyns á fæðingarvottorði nema með því að fara í kynleiðréttingaraðgerð.

„Ringo hvetur okkur öll til þess að styðja við samtök sem berjast fyrir því af öllum mætti að lögunum verði breytt. Eins og Canned Heat söng: „Vinnum saman.“ Og eins og Bítlarnir sungu: „Ást er allt sem þú þarft.“,“ segir í yfirlýsingunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×