Erlent

Dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að kveikja í mosku

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá moskubruna í Eskilstuna í Svíþjóð fyrir rúmu ári.
Frá moskubruna í Eskilstuna í Svíþjóð fyrir rúmu ári. vísir/epa
Sænskur maður hlaut í dag þriggja ára fangelsisdóm fyrir að kveikja í mosku í suðvesturhluta landsins en dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ástæðan fyrir íkveikjunni væri kynþáttafordómar.

Maðurinn, sem heitir Andreas Persson og er 31 árs, náði sér í bensín þann 17. janúar síðastliðinn og notaði það til þess að kveikja í moskunni í bænum Boras. Slökkvilið bæjarins náði fljótt að slökkva eldinn en eyðileggingin var samt slík að nokkra mánuði mun taka að gera við moskuna.

Persson neitaði sök og hélt því fram að hann hefði ætlað að fara inn í moskuna til að hlýja sér og sniffa bensín. Hann hefði hins vegar óvart hellt því niður og kviknað hafði í þegar hann kveikti á kveikjara til að athuga hvað hefði gerst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×