Söguleg fréttavika á vefmiðlum Tinni Sveinsson skrifar 13. apríl 2016 17:30 Nokkrar af mest lesnu fréttunum á Vísi síðustu viku. Síðasta vika fer í sögubækurnar hjá vefmiðlum landsins sem sú fjölsóttasta hingað til. Margir íslensku miðlanna settu ný aðsóknarmet, bæði þegar litið er til lestrar Íslendinga og utan landsteina. Fæstir áttuðu sig á hvílík rússíbanareið fór í gang þegar fréttir um Panama-skjölin voru settar í loftið á sunnudagskvöld. Atburðarásin sem þá fór í gang var á yfirsnúningi þar til ný ríkisstjórn varðist vantrauststillögu á Alþingi á föstudag og miðlar landsins fylgdust náið með.Flestir lásu Vísi Vísir átti sína bestu viku frá upphafi þegar litið er á lestur Íslendinga. Alls skráðust tæplega 529 þúsund innlendir notendur yfir vikuna, fleiri en á öðrum vefjum. Flestir lásu einnig Vísi á meðan mesti hasarinn reið yfir, frá mánudegi til föstudags, en þá sóttu ríflega 215 þúsund íslenskir gestir vefinn á dag. Mjótt var á mununum milli tveggja stærstu vefja landsins, Vísis og Mbl.is. Báðir voru með svipaðan innlendan notendafjölda yfir vikuna, en þar hafði Vísir betur. Þegar litið er á meðaltal notenda á dag yfir alla vikuna hafði Mbl.is betur en báðir vefir voru með rétt rúmlega 194 þúsund innlenda gesti á dag. Stærsti dagur í sögu Vísis mældist á þriðjudag en þá heimsóttu 242 þúsund innlendir gestir vefinn og 56 þúsund erlendir.Beinar útsendingar í háskerpu á Vísi Aldrei hafa fleiri horft á beinar útsendingar á Vísi en fréttastofa 365 sendi út fjölda fréttatíma í vikunni. Á mánudeginum var gæðum á þeim skipt yfir í háskerpu en þann daginn var alls horft um 55 þúsund sinnum á beinar útsendingar. Á þriðjudaginn var horft um 40 þúsund sinnum á beinar útsendingar. Áhorfendur sýndu atburðarásinni mjög mikinn áhuga en að meðaltali var horft á beinar útsendingar í 23 mínútur í hvert skipti.Mikill áhugi að utanNokkrir vefir fengu mikinn lestur utan landsteina og fóru Iceland Monitor hjá Mbl.is og Reykjavík Grapevine þar fremstir í flokki. Iceland Monitor var með uppsafnaða um 550 þúsund erlenda lesendur yfir vikuna og Grapevine með um 470 þúsund. Fleiri vefir slógu síðan sín eigin met í vikunni og má þar nefna Stundina og Kjarnann. Hægt er að fletta nánar gögnum um aðsókn að helstu miðlum landsins á Topplistasíðu Gallup. Fleiri miðla má síðan finna í vefmælingu Modernus.Uppfært: Í fyrri útgáfu stóð að Reykjavík Grapevine hefði verið með um 490 þúsund erlenda gesti. Hið rétta er að þeir voru um 470 þúsund. Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Síðasta vika fer í sögubækurnar hjá vefmiðlum landsins sem sú fjölsóttasta hingað til. Margir íslensku miðlanna settu ný aðsóknarmet, bæði þegar litið er til lestrar Íslendinga og utan landsteina. Fæstir áttuðu sig á hvílík rússíbanareið fór í gang þegar fréttir um Panama-skjölin voru settar í loftið á sunnudagskvöld. Atburðarásin sem þá fór í gang var á yfirsnúningi þar til ný ríkisstjórn varðist vantrauststillögu á Alþingi á föstudag og miðlar landsins fylgdust náið með.Flestir lásu Vísi Vísir átti sína bestu viku frá upphafi þegar litið er á lestur Íslendinga. Alls skráðust tæplega 529 þúsund innlendir notendur yfir vikuna, fleiri en á öðrum vefjum. Flestir lásu einnig Vísi á meðan mesti hasarinn reið yfir, frá mánudegi til föstudags, en þá sóttu ríflega 215 þúsund íslenskir gestir vefinn á dag. Mjótt var á mununum milli tveggja stærstu vefja landsins, Vísis og Mbl.is. Báðir voru með svipaðan innlendan notendafjölda yfir vikuna, en þar hafði Vísir betur. Þegar litið er á meðaltal notenda á dag yfir alla vikuna hafði Mbl.is betur en báðir vefir voru með rétt rúmlega 194 þúsund innlenda gesti á dag. Stærsti dagur í sögu Vísis mældist á þriðjudag en þá heimsóttu 242 þúsund innlendir gestir vefinn og 56 þúsund erlendir.Beinar útsendingar í háskerpu á Vísi Aldrei hafa fleiri horft á beinar útsendingar á Vísi en fréttastofa 365 sendi út fjölda fréttatíma í vikunni. Á mánudeginum var gæðum á þeim skipt yfir í háskerpu en þann daginn var alls horft um 55 þúsund sinnum á beinar útsendingar. Á þriðjudaginn var horft um 40 þúsund sinnum á beinar útsendingar. Áhorfendur sýndu atburðarásinni mjög mikinn áhuga en að meðaltali var horft á beinar útsendingar í 23 mínútur í hvert skipti.Mikill áhugi að utanNokkrir vefir fengu mikinn lestur utan landsteina og fóru Iceland Monitor hjá Mbl.is og Reykjavík Grapevine þar fremstir í flokki. Iceland Monitor var með uppsafnaða um 550 þúsund erlenda lesendur yfir vikuna og Grapevine með um 470 þúsund. Fleiri vefir slógu síðan sín eigin met í vikunni og má þar nefna Stundina og Kjarnann. Hægt er að fletta nánar gögnum um aðsókn að helstu miðlum landsins á Topplistasíðu Gallup. Fleiri miðla má síðan finna í vefmælingu Modernus.Uppfært: Í fyrri útgáfu stóð að Reykjavík Grapevine hefði verið með um 490 þúsund erlenda gesti. Hið rétta er að þeir voru um 470 þúsund.
Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira