Erlent

Clinton og Trump jöfn

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Trump færist nær Clinton.
Trump færist nær Clinton. Nordicphotos/AFP
Ef Hillary Clinton og Donald Trump yrðu forsetaframbjóðendur flokka sinna myndi Clinton hljóta 38 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Sextán prósent myndu kjósa annan frambjóðanda og átta prósent sitja heima eða skila auðu. Þetta kemur fram í nýrri könnun fréttastofu NBC í Bandaríkjunum.

Clinton og Trump hafa bæði forskot á keppinauta sína í baráttunni um útnefningu til forsetaframboðs. Á meðal demókrata hefur Clinton stuðning ríflega 1.300 landsfundarfulltrúa en Bernie Sanders ríflega þúsunds. Þá hefur Trump stuðning um 750 fulltrúa en Ted Cruz 545.

Langt er síðan svo margir kusu frambjóðanda sem stendur utan flokkanna tveggja. Það gerðist síðast árið 1992. Þar áður gerðist það árið 1924. Enn er þó langt í kosningar en þær fara fram í nóvember.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. apríl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×